fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024

Kristín: „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stelpur eru sumar svo óánægðar með líkamspart, sem er ekki einu sinni sjáanlegur utan á þeim, að þær fara og láta skera í hann. Svo hann sé líkari sléttri og symmetrískri klámfyrirmyndinni, sem er ekki einu sinni presenteruð fyrir stelpurnar sjálfar, heldur er hún fjöldaframleidd fyrir stráka. Ógeðslega ergilegt,“ segir Kristín Ólafsdóttir í Bakþanka Fréttablaðsins í dag.

Kristín Ólafsdóttir

Kristín segir að umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita æ oftar til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki píkuna á sér sé kveikjan að pistlinum. „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun,“ skrifar Kristín.

Hún segir að þessi firnasterka haturstenging sem konur hafa við líkama sinn sé ekkert tiltökumál. „Það er ekki sjokkerandi að heyra konu segja að hún hati á sér lærin. Eða að hún þoli ekki á sér nefið. Eða að brjóstin verði aldrei söm eftir að börnin fæddust. Og hún hatar þessi brjóst, „guð, ég hata á mér brjóstin,” segir hún við vinkonur sínar og þær sýna henni skilning vegna þess að þær hata líka eitthvað í sér,“ skrifar Kristín.

Hún segir að vegna þessa sé mikilvægt að krefja samfélagið um alls konar birtingarmyndir. „Það liggur náttúrulega beint við að hata þegar birtingarmyndir kvenlíkamans eru einhvers konar fantasíu-sápukúluútgáfur af honum. Þegar maður hefur enga píku til samanburðar við sína eigin nema nákvæmlega þessa einu sem klámmyndaframleiðendur halda að strákar vilji sjá,“ skrifar Kristín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Lést eftir að hafa óvart hellt þvottaefni út á morgunkornið í stað mjólkur

Lést eftir að hafa óvart hellt þvottaefni út á morgunkornið í stað mjólkur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birti myndband af 13 ára krakka keyra rándýra bifreið – ,,Hann náði þessu um leið“

Birti myndband af 13 ára krakka keyra rándýra bifreið – ,,Hann náði þessu um leið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Frábær útisigur Breiðabliks

Besta deildin: Frábær útisigur Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Liverpool verði ekki í topp fjórum

Telur að Liverpool verði ekki í topp fjórum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.