fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Rúna: Litlu hlutirnir sem skiptu ekki máli fyrr en maður varð foreldri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um litlu hlutina sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar.

Foreldrahlutverkið getur verið mjög krefjandi á köflum ásamt því auðvitað að vera skemmtilegt. Litlir hlutir sem skiptu ekki máli áður eru allt í einu orðnir mjög mikilvægir og spila stóran þátt í daglegu lífi ykkar. Ég ákvað að setja upp smá lista yfir hluti sem geta gjörsamlega umturnað deginum fyrir foreldrum. Hlutir sem þú vissir ekki einu sinni að væru „hlutir“ af því að áður en þú varðst foreldri voru þeir merkingarlausir!

Þú ert stödd í lyftu með 3 ára barninu ykkar og einhver óþokki kemur inn og ýtir á takkann á undan barninu ykkar! Dagurinn er ónýtur! Þetta kostar auðvitað aðra lyftuferð niður þar sem þú þarft að verja takkana með kjafti og klóm fyrir óprúttnum aðilum svo að barnið geti stutt á blessaða hnappinn.

Þú ert að drífa þig á fund og ákveður að henda pulsu og svala í aftursætið þar sem krakkinn er ekki búinn að borða síðan Guð má vita hvenær. Þar sem þú ert að drífa þig gerirðu þau miklu mistök að stinga rörinu ofan í svalafernuna hjá barninu þínu… þarf ég að segja meira?

Plast diskar og glös frá Ikea prýða eflaust mörg barna heimili enda afskaplega hentugt fyrir litla fólkið. En hvernig datt þeim í hug að hafa allt í sitt hvorum litnum í pakkanum!? Til þess að gera barnafjölskyldum lífið leitt! Þess vegna! Þar sem búa tvö eða fleiri börn myndast heimsstyrjaldar ástand í hvert skipti sem lagt er á borð þar sem að sjálfsögðu vilja allir sama litinn!

Þá er það síðast en ekki síst, uppáhaldið mitt: Klukkan er að ganga ellefu. Þú ert loksins búin að koma öllum í rúmið og ert að mynda þig við að gera hið sama. Þá heyrirðu lítið trítl koma eftir ganginum og barnið þitt birtist í dyragættinni og segir „mamma, meðan ég man þá á ég að mæta með 50 muffinskökur í skólann í fyrramálið!“.

Þetta er auðvitað allt skrifað í góðlátlegu gríni en ég er nokkuð viss um að það eru nokkrir sem tengja!

Pistillinn birtist fyrst á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eru klárir með arftaka Onana en fá samkeppni frá nágrönnunum

Eru klárir með arftaka Onana en fá samkeppni frá nágrönnunum
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður varpar sprengju – „Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax“

Sigurður varpar sprengju – „Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony alls ekki bitur – ,,Þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig“

Antony alls ekki bitur – ,,Þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig“