Þú burstar tennurnar, leggst upp í rúm og stingur símanum í hleðslu meðan þú sefur. Að hlaða símann er orðið eins sjálfsagt og að, já, bursta tennurnar. En brátt gæti það breyst.
Vísindamenn vinna nú að þróun örgjörva sem notar hundrað sinnum minni orku en hefðbundnir örgjörvar en eiga samt sem áður jafn góðum afköstum, eða allt að því. Í frétt Independent kemur fram að vísindamenn við Michigan og Cornell-háskóla hafi þróað efni sem kallað er rafferróseglun, eða magnetoelectric multiferroic material.
Efnið sem um ræðir er örþunnt, svo þunnt að augað getur ekki nokkru móti greint það en efnið gerir það að verkum að tækið, símtækið til dæmis, þarf ekki lengur stöðugt rafmagn til að hlaðast. Greint var frá þessu fyrst í fyrrahaust en nú er þróunin komin aðeins lengra á veg og þokast í rétta átt. Ef fer sem horfir er möguleiki á að fólk þurfi ekki að hlaða símann sinn oftar en þrisvar til fjórum sinnum á ári.
Ljóst er að ekki er einungis um byltingu að ræða fyrir farsímanotendur því einnig er um að ræða byltingu fyrir umhverfið. Talið er að 5 prósent allrar raforkunotkunar í heiminum sé til komin vegna raftækja sem við notum dagsdaglega og það er hlutfallt sem fer vaxandi, ár frá ári.
Birtist fyrst í DV.