fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Ellen Rut skrifar til Kim Kardashian: „Viltu senda þessi skilaboð út í heiminn að appelsínuhúð er hryllingur?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerirðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þúsundir ef ekki milljónir ungra stúlkna?“ skrifar Ellen Rut Baldursdóttir í opnu bréfi til Kim Kardashian. Þar gagnrýnir hún ummæli sem Kim lét falla í spjallþættinum The View um útlit sitt. Í þættinum heldur Kim því fram að paparazzi myndir sem voru teknar af henni þegar hún var fríi í Mexíkó hafi verið „photoshoppaðar“ áður en þær fóru í dreifingu á netinu. Hún segir að myndunum hafi verið breytt svo hún liti verr út og kallar myndirnar „skelfilegar.“

Myndirnar umræddu, voru teknar þegar Kim var í fríi í Mexíkó.

„Ég sé ekkert athugavert við þessa mynd. Einstaklega falleg kona með þennan fræga rass. Eina sem mér dettur í hug er að þú meinar að þeir hafi bætt á þig dass af appelsínuhúð og það fyllir þig viðbjóð,“ skrifar Ellen til Kim í bréfinu sem hún birti á Facebook.

„Jákvæð sjálfsmynd skiptir mig miklu máli og þess vegna skrifaði ég þennan status. Stóru stjörnurnar hafa gífurlega mikil áhrif á hugsun okkar allra, og sérstaklega á ungar stúlkur. Ég með mína menntun vil berjast fyrir því að ungar stúlkur öðlist betri sjálfsmynd og líði vel í sínu skinni,“

sagði Ellen í samtali við Bleikt í dag.

Lestu færslu Ellenar í heild sinni hér fyrir neðan:

Kæra Kim Kardashian

Ég hef alltaf haft lúmskt gaman af þér. Mér hefur alltaf fundist þú vera hræðilega misskilin persóna og mér hefur fundist einstaklega leiðinlegt að fylgjast með þeirri gagnrýni sem þú hefur þurft að sæta fyrir það eitt að vera þú. Í dag las ég þessa frétt á einhverjum samfélagsmiðlunum sem snerist að hinum fræga Kardashian rass. Hér er haft eftir þér að fjölmiðlar hafi átt við myndina af þér til að láta þig líta verr út.

Ég sé ekkert athugavert við þessa mynd. Einstaklega falleg kona með þennan fræga rass. Eina sem mér dettur í hug er að þú meinar að þeir hafi bætt á þig dass af appelsínuhúð og það fyllir þig viðbjóð. En það eru lang lang flestar konur með einhverja appelsínuhúð og meira að setja slit á líkamanum, hvort sem það er eftir barnsburð eða ekki. Gerirðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þúsundir ef ekki milljónir ungra stúlkna? Viltu senda þessi skilaboð út í heiminn að appelsínuhúð er hryllingur? Ég veit ekki með þig en èg vil búa í heimi þar sem allt við líkama okkar er fallegt. Appelsínuhúð, slit, thigh gap eða ekki thigh gap, lítill rass eða stór rass, grannur magi eða stór magi. Ég læt hér mynd fylgja af mínum lærum og rass. Því miður bý ég ekki við þann unað að eiga aðra myndavél en símann og er appelsínuhúðin mín ekki jafn augljós og þín, en trúðu mér hún er svo sannarlega til staðar. Fögnum fjölbreytileikanum, elskum okkur sjálf. 

Horfðu á Kim í The View hér fyrir neðan. Hún byrjar að ræða um myndirnar á mínútu 2:46.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.