fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025

„Hættum að láta eins og grillið sé vígi karlmannsins, því ótrúlegt en satt þá geta konur líka grillað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengið verið sú mýta að konur kunni ekki að grilla og það sé hlutverk karlmannsins. Það er að sjálfsögðu algjört bull og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ingileif Friðriksdóttir skrifaði pistil sem birtist fyrst í Morgunblaðinu um konur sem grilla. Hún segir frá því þegar hún og unnusta hennar fengu grill í sameiginlega afmælisgjöf.

Mynd/Getty

„Þegar ég segi grill er ég ekki að tala um eitthvert lítið, krúttlegt kolagrill heldur risavaxið gasgrill,“ skrifar Ingileif í pistlinum. Hún bætir því við að með grillinu hafi fylgt bók þar sem farið var yfir meginatriði þess að vera góður grillari. Hins vegar var bókin einungis stíluð á karlmenn og konum var sagt að haldi sig fjarri grillinu.

„Við unnusta mín litum undrandi hvor á aðra þegar við lásum bókina og íhuguðum að gefa drauminn um það að verða góðir grillarar upp á bátinn samstundis. Við erum augljóslega í röngu kyni fyrir þetta allt saman og til hvers þá að reyna?“

Sem betur fer ákváðu þær að láta reyna á grillið og allt gekk eins og í sögu. „Við vorum búnar að komast að leyndarmálinu: karlmenn eru ekki þeir einu sem geta grillað. Að öllu gamni slepptu þá hefur sú mýta að konur kunni ekki að grilla fengið að lifa fjári lengi. Hún hefur jafnvel laumað sér inn í huga margra kvenna, sem leyfa eiginmönnum sínum að sjá um grillmennskuna og halda því statt og stöðugt fram að þetta geti þær ekki.“

Ingileif bætir því við að grillmennska sé líklega einfaldasta eldamennskan, hún snýst einungis um að koma matnum fyrir á grillinu og snúa honum við.

„Það skiptir ekki máli í hvaða kyni við erum – við getum gert nákvæmlega sömu hlutina. Hættum að láta eins og grillið sé vígi karlmannsins, því ótrúlegt en satt þá geta konur líka grillað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Klárt hver tekur við af Edu hjá Arsenal

Klárt hver tekur við af Edu hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leik Barcelona frestað vegna andláts

Leik Barcelona frestað vegna andláts
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.