fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Stjörnur sem horfðust í augu við dauðann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysin gera ekki boð á undan sér. Margar af frægustu stjörnum Hollywood hafa verið við dauðans dyr eftir alvarleg slys, veikindi eða sjálfsvígstilraunir. Hér eru dæmi um nokkrar þeirra.

Sex bíla árekstur

Tracy Morgan lenti í hörðum sex bíla árekstri með þeim afleiðingum að bílstjóri hans lést. Grínistinn slasaðist alvarlega og dvaldi í einn mánuð á sjúkrahúsi í kjölfarið.

Bakbrotinn Clooney

George Clooney bakbrotnaði við tökur á kvikmyndinni Syriana. Sársaukinn sem fylgdi slysinu fékk leikarann til að íhuga sjálfsvíg.

Alvarlegt bílslys

Joaquin Phoenix lenti í alvarlegu bílslysi árið 2006. Leikstjórinn Werner Herzog kom að slysinu og hjálpaði leikaranum út úr bílnum.

Bjargað af brimbrettakappa

Anne Hathaway var nálægt því að drukkna þegar hún synti í sjónum við strendur Hawaii fyrr á þessu ári. Brimbrettakappa tókst að bjarga lífi leikkonunnar.

Breyttur eftir slysið

Litlu munaði að Kanye West léti lífið í bílslysi árið 2002. Rapparinn segir atvikið hafa breytt sér fyrir lífstíð.

Ekki feig

Leikkonan Sharon Stone hefur tvisvar daðrað við dauðann. Árið 1990 slasaðist hún alvarlega á höfði sem varð til þess að hún varð að liggja í sex mánuði. Árið 2001 veiktist hún alvarlega þegar slagæðagúlpur í heila hennar sprakk. Leikkonan segist þá hafa séð „hvíta ljósið“.

Hætt kominn

Hjartaknúsarinn Johnny Depp lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í flugvél árið 2011 þegar skyndilega drapst á vélinni í háloftunum. Flugmanninum tókst sem betur fer að koma vélinni af stað aftur.

Nær drukknuð

Isla Fisher drukknaði næstum því við tökur á Now You See Me. Leikkonan var að taka upp áhættuatriði í vatni þegar hún festist í keðju undir yfirborðinu í þrjár mínútur. Viðstaddir voru yfir sig hrifnir af „leik“ hennar og gerðu sér ekki grein fyrir hættunni.

Lamaðist um tíma

Orlando Bloom féll niður þrjár hæðir þegar hann var 21 árs með þeim afleiðingum að hann lamaðist um tíma.

Rúða í hausinn

Rachel Bilson lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún var 14 ára. Leikkonan fékk bílrúðuna nánast í gegnum höfuðið og segist sjálf hafa dáið um stund.

Of stór skammtur

Eminem tók of stóran skammt af dópi árið 2005. Læknar trúðu varla að hann hefði lifað skammtinn af.

Nær drukknuð

Isla Fisher drukknaði næstum því við tökur á Now You See Me. Leikkonan var að taka upp áhættuatriði í vatni þegar hún festist í keðju undir yfirborðinu í þrjár mínútur. Viðstaddir voru yfir sig hrifnir af „leik“ hennar og gerðu sér ekki grein fyrir hættunni.

Lamaðist um tíma

Orlando Bloom féll niður þrjár hæðir þegar hann var 21 árs með þeim afleiðingum að hann lamaðist um tíma.

Of stór skammtur

Eminem tók of stóran skammt af dópi árið 2005. Læknar trúðu varla að hann hefði lifað skammtinn af.

Hættulegt kynlífstól

Hugh Hefner segist næstum því hafa kafnað á hjálpartæki ástarlífsins þegar hann var að leika sér í rúminu með sex Playboy-fyrirsætum.

Næstum drukknaður

Gerard Butler drukknaði næstum því árið 2011 þegar hann var við tökur á Of Men and Mavericks.

Hálsbrotin leikkona

Charlize Theron hálsbrotnaði við tökur á Æon Flux þegar hún var að reyna fara í flikk flakk. Tökum var frestað um átta vikur fyrir vikið.

Fallhlífin opnaðist ekki

Fallhlíf leikarans Ryans Reynolds opnaðist ekki þegar hann var 17 ára í fallhlífarstökki. Sem betur fer opnaðist varahlífin og leikarinn komst niður á jörðu heill á húfi. Hann hefur ekki stokkið síðan.

Vildi deyja

Paris Jackson reyndi að fyrirfara sér 2013 þegar hún gleypti mikið magn af pillum og skar sig á púls.

Næstum kyrkt

Diane Kruger var næstum kyrkt af engum öðrum en Quentin Tarantino við tökur á Inglorious Basterds. Tarantino vildi hafa atriðið sem raunverulegast en hlutirnir fóru úr böndunum með alvarlegum afleiðingum.

Reyndi sjálfsvíg

Owen Wilson reyndi að svipta sig lífi árið 2007.

Munaði litlu

Mark Wahlberg átti pantað flugsæti í American Airlines 11 þann 11. september 2001 en hætti við á síðustu stundu. Vélinni var síðar flogið á World Trade Center með þekktum afleiðingum. Leikarinn fær enn þann dag í dag martraðir um flugið.

Með stál í hálsinum

Sylvester Stallone hálsbrotnaði við tökur á The Expendables og er núna með stálplötur í hálsinum.

Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.