fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Flughræðslu-tips Tinnu: „Hef aldrei látið flughræðsluna stoppa mig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júní 2017 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég veit að það er kannski mjög kaldhæðnislegt að ég sé að skrifa grein um flughræðslutips, þar sem ég er mjög flughrædd, En mig langar til þess að segja ykkur frá þeim aðferðum sem ég nota sem gera flugið bærilegra.

Eftir að ég fór til Svíþjóðar í maí þá spurði ég á snappinu mínu hvort það væri áhugi fyrir svona færslu & ég fékk rosalega mikil viðbrögð & hef verið að fá spurningar um þetta síðan þannig að ég er mjög ánægð að vera loksins komin með færslu um þetta fyrir ykkur & vonandi munu þessi tips hjálpa til.

Tinna Freysdóttir höfundur greinar

Flughræðslan mín byrjaði bara þegar ég byrjaði að fara í flug. Fyrir utan fyrsta skiptið sem ég fór, þá var ég 12 ára & vissi ekki hvað það var að vera flughrædd. En næst þegar ég fór til útlanda um 13 ára þá var þetta byrjað. Mamma mín er (eða var) rosalega flughrædd. Það var þannig hjá henni meira segja eitt árið að hún ætlaði til London en fékk slæma tilfinningu fyrir fluginu & hætti við & flaug ekki í einhver ár eftir það.

Ég sem sagt horfi upp á mömmu svona svakalega flughrædda þannig að ég einhvern veginn dregst inn þetta líka. Ég hef farið til útlanda allavega 16 sinnum ef ég er ekki að gleyma einhverju skipti en ég fer meðal annars til Glasgow árlega. Ég hef aldrei látið flughræðsluna stoppa mig en hef notað alls konar aðferðir til að hjálpa mér.

Flughræðslan mín er búin að skána rosalega mikið undanfarin ár, enda veit ég það alveg hvað það er pínu kjánalegt að vera svona hrædd við að fljúga þar sem það er í raun mjög öruggt 😉 Ég hef heyrt að flughræðsla sé hámark stjórnseminnar þar sem að maður er auðvitað að treysta öðrum fyrir lífi sínu ef eitthvað kemur upp.

Áður fyrr var ég alveg svaaakaleg. Ég byrjaði að vera stressuð & sofa illa svona tveimur vikum fyrir flugið. Svo þegar það kom að þessu fékk ég alltaf illt í magann & gat með engu móti borðað neitt fyrir flug (það er reyndar enn svoleiðis hjá mér en er þó orðin skárri). Ég fór alltaf beint á barinn & fannst áfengi hjálpa mér mikið, en ég var aldrei eitthvað haugadrukkinn heldur fékk mér kannski tvo bjóra eða eitthvað til að róa mig aðeins niður & mér fannst það virka vel.

En hér fyrir neðan ætla ég að telja upp hlutina sem hjálpa mér, en ég ætla að fá að taka fram að þetta eru hlutir sem hjálpa MÉR & það hentar eflaust ekki það sama fyrir alla & ég er auðvitað vel yfir 20 ára þannig að ég mæli auðvitað aldrei með áfengi eða róandi fyrir þá sem eru ekki orðnir nógu gamlir.

  1. Áfengi – En alls ekki mikið af því! Annað hvort tvö hvítvínsglös eða tveir bjórar & maður er í fínum málum
  2. Öndun – Anda inn & anda út! Mér finnst hjálpa mjög mikið í flugtaki að anda djúpt inn með nefinu & út um munninn & hafa augun lokuð á meðan. Finnst þetta hjálpa langmest þegar ég er hrædd
  3. Tónlist – Ég verð að vera með tónlist í eyrunum í flugtaki (enda er flugtak það sem mér finnst erfiðast) & er með tónlistina mjög hátt stillta svo ég heyri ekki þessi óhljóð sem eru í vélinni… sem eru samt bara ósköp venjuleg hljóð en óþægilegt að heyra ef maður er hræddur
  4. Róandi tafla (þetta er algjört neyðarúrræði & þarf að fá hjá lækni!) – Þetta var eitthvað sem ég ákvað að prófa eftir að hafa verið flughrædd í öll þessi ár. Ég tók eina töflu á leiðinni heim frá Svíþjóð núna í maí & mér fannst taflan hjálpa. ATH það má alls ekki drekka með svona töflum! Ég mæli bara með þessu fyrir þá sem eru MJÖG flughræddir annars er algjör óþarfi að vera að taka svona töflu! Ég held meira segja að ég sé orðin það góð núna að ég þurfi ekkert á svona töflu að halda aftur. –> Algjört neyðarúrræði
  5. Svefn – Mjög mikilvægt að fara að sofa á skikkanlegum tíma fyrir flug. Ef ég er að fara í morgunflug finnst mér best að fara upp í rúm bara helst um kl 21 því ég á alltaf erfitt með að sofna fyrir flug
  6. Almenn skynsemi – Jebb… það hefur hjálpað mér mikið að nota common sense. Hugsa um hvað það eru FÁRÁNLEGA margar flugvélar í loftinu akkurat núna & bara alltaf! Þegar ég kem heim eftir að hafa verið í útlöndum segi ég alltaf „woohoo við lifðum þetta af” því mér finnst í alvörunni áhætta að fara til útlanda & finnst ég vera að hætta lífi mínu… voða dramatískt, I know!

Þetta er allt sem mér dettur í hug & ég vona að þetta muni hjálpa einhverjum! 🙂

Ég er að fara til Glasgow í september & Belfast í október & fór til Svíþjóðar í maí þannig það er svo sannarlega hægt að segja að ég læt flughræðsluna ekki stoppa mig, en þessi atriði sem ég taldi upp hér að ofan gera flugið mun bærilegra!

Góða ferð allir saman & ég vona innilega að einhverjir flughræddir þarna úti hafi fundið sér eitthvað sniðugt tips við þennan lestur.

Tinna á Fagurkerum

Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88
& Instagram: tinnzy

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Jökull á heimleið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Strákarnir okkar niður um eitt sæti þrátt fyrir glæstan sigur á Wembley

Strákarnir okkar niður um eitt sæti þrátt fyrir glæstan sigur á Wembley
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill taka við enska landsliðinu

Vill taka við enska landsliðinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“
Matur
Fyrir 7 klukkutímum

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.