Ég veit að það er kannski mjög kaldhæðnislegt að ég sé að skrifa grein um flughræðslutips, þar sem ég er mjög flughrædd, En mig langar til þess að segja ykkur frá þeim aðferðum sem ég nota sem gera flugið bærilegra.
Eftir að ég fór til Svíþjóðar í maí þá spurði ég á snappinu mínu hvort það væri áhugi fyrir svona færslu & ég fékk rosalega mikil viðbrögð & hef verið að fá spurningar um þetta síðan þannig að ég er mjög ánægð að vera loksins komin með færslu um þetta fyrir ykkur & vonandi munu þessi tips hjálpa til.
Flughræðslan mín byrjaði bara þegar ég byrjaði að fara í flug. Fyrir utan fyrsta skiptið sem ég fór, þá var ég 12 ára & vissi ekki hvað það var að vera flughrædd. En næst þegar ég fór til útlanda um 13 ára þá var þetta byrjað. Mamma mín er (eða var) rosalega flughrædd. Það var þannig hjá henni meira segja eitt árið að hún ætlaði til London en fékk slæma tilfinningu fyrir fluginu & hætti við & flaug ekki í einhver ár eftir það.
Ég sem sagt horfi upp á mömmu svona svakalega flughrædda þannig að ég einhvern veginn dregst inn þetta líka. Ég hef farið til útlanda allavega 16 sinnum ef ég er ekki að gleyma einhverju skipti en ég fer meðal annars til Glasgow árlega. Ég hef aldrei látið flughræðsluna stoppa mig en hef notað alls konar aðferðir til að hjálpa mér.
Flughræðslan mín er búin að skána rosalega mikið undanfarin ár, enda veit ég það alveg hvað það er pínu kjánalegt að vera svona hrædd við að fljúga þar sem það er í raun mjög öruggt 😉 Ég hef heyrt að flughræðsla sé hámark stjórnseminnar þar sem að maður er auðvitað að treysta öðrum fyrir lífi sínu ef eitthvað kemur upp.
Áður fyrr var ég alveg svaaakaleg. Ég byrjaði að vera stressuð & sofa illa svona tveimur vikum fyrir flugið. Svo þegar það kom að þessu fékk ég alltaf illt í magann & gat með engu móti borðað neitt fyrir flug (það er reyndar enn svoleiðis hjá mér en er þó orðin skárri). Ég fór alltaf beint á barinn & fannst áfengi hjálpa mér mikið, en ég var aldrei eitthvað haugadrukkinn heldur fékk mér kannski tvo bjóra eða eitthvað til að róa mig aðeins niður & mér fannst það virka vel.
En hér fyrir neðan ætla ég að telja upp hlutina sem hjálpa mér, en ég ætla að fá að taka fram að þetta eru hlutir sem hjálpa MÉR & það hentar eflaust ekki það sama fyrir alla & ég er auðvitað vel yfir 20 ára þannig að ég mæli auðvitað aldrei með áfengi eða róandi fyrir þá sem eru ekki orðnir nógu gamlir.
Ég er að fara til Glasgow í september & Belfast í október & fór til Svíþjóðar í maí þannig það er svo sannarlega hægt að segja að ég læt flughræðsluna ekki stoppa mig, en þessi atriði sem ég taldi upp hér að ofan gera flugið mun bærilegra!
Góða ferð allir saman & ég vona innilega að einhverjir flughræddir þarna úti hafi fundið sér eitthvað sniðugt tips við þennan lestur.
Tinna á Fagurkerum
Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88
& Instagram: tinnzy