fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Júlía var að gefa út sína fyrstu plötu: Glímir við mikla heyrnarskerðingu en hefur sungið frá barnsaldri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlía Árnadóttir er 29 ára Dalvíkingur og var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber heitið „Forever.“ Júlía hefur áður gefið út smáskífuna „The same.“ Júlía á langan söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu hefur hún sungið frá barnsaldri. Hún söng mikið opinberlega á Norðurlandi áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif.

Árið 2012 flutti hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám sem söngkennari hjá Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Hún starfaði einnig sem söngkennari hjá Mainhouse Music í Árósum. Júlía hóf rekstur fyrirtækis síns MusicMasters í Danmörku og hóf vinnu sína í lagasmíðum, útsetningu laga og textasmíðum. Hún hefur fengið mikla athygli erlendra upptökustjóra og plötuútgefandi, þar á meðal Sony og Universal.

Júlía flutti heim til Dalvíkur í maí 2016 og hefur verið í upptökum í Hofi hjá Hauki Pálmasyni. Platan er nú komin á allar helstu tónlistarveitur. Nú er hún í fullum undirbúning að taka upp tónlistarmyndbönd og að skipuleggja tónleikaferðalög erlendis.

Júlía var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið Everywhere af nýju plötunni Forever. Horfðu á það hér fyrir neðan.

Hér getur þú hlustað á plötuna í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.