Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber sama nafn og hljómsveitin „The Retro Mutants,“ og inniheldur tíu lög. Bjarki Ómarsson og Viktor Sigursveinsson sömdu plötuna og Arnar Hólm er þeirra hægri og vinstri hönd á bak við DJ borðið. Þeir félagar eru þrír í hljómsveitinni en kjósa að nota dulnefni þar sem þeir koma fram með grímur.
„Platan er öll samin með gömlu Retro hljóðunum sem allir þekkja og kynþokka fulla tenór saxófón sólóunum. Þessi plata er samin til að hvetja fólk til að brosa og vekja upp litríka tímabilið. Sumarlegur fílingur sem ætti að fá hvern einasta fýlupúka til að brosa. Við komum sennilega ekki til með að lækna þunglyndi en við reynum að gera okkar til að gleðja með þessum ljúfu tónum,“
segir Bjarki Ómarsson.