fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Margrét Erla Maack: „Ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að reykvíska kabarettsenan hafi sprungið út á mettíma síðustu mánuðina. Þrátt fyrir að hafa varla slitið barnsskónum er senan orðin litrík og fjölbreytt og hefur dregið hingað til lands marga heimsfræga listamenn.

Margrét sjálf í atriði sem hún tileinkar öllum konum sem einhvern tíma hefur verið sagt að slappa af! Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Þeir sem njóta kabarettsýninga og ærslaláta af ýmsu tagi muna eflaust eftir Skinnsemi, fullorðinssirkúsnum sem spratt upp úr starfi Sirkus Íslands, þegar tjald þeirra er uppi. Konan á bak við kabarettagróskuna og gleðina er engin önnur en Margrét Erla Maack, sem varla er hægt að kalla annað en fjöllistakonu. Eða jú, það er líka hægt að kalla hana skemmtikraft, danskennara, plötusnúð, fjölmiðlakonu, pistlahöfund, og jú eina af þrettán kynþokkafyllstu konum Íslands að mati álitsgjafa Bleikt.

 

„Ég og Lárus Blöndal, töframaður og skemmtanaáhugamaður, stofnuðum kabarettinn síðasta haust þegar nokkrir erlendir kabarettavinir mínir voru á Íslandi í sömu viku. Ég hringdi í sirkusbossinn minn og hann sagði að þetta væri allt í góðu ef það væri utan sirkustíma, sem kannski telst samráð á þessum litla kabarettamarkaði,“ segir Margrét í samtali við Bleikt.

Þau fengu til liðs við sig hæfileikaríkar og þokkafullar konur með húmor, en það er akkúrat það sem þarf í kabarett. Þetta voru þær Þórdís Nadia, Margrét Arnar,Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir, en hún hefur nýlokið við sirkusferðalag um Hjaltlandseyjar.

Þórdís Nadia í laufléttu atriði með selfístöng. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Reykjavík Kabarett fór vel af stað og fyrstu sýningarnar seldust upp með hraði, að sögn Margrétar. „Eftir að hafa spriklað í kjallara Græna herbergisins fluttum við í byrjun mánaðarins á Rósenberg. Bæði er það stærra svið og salur og svo spilar líka inn í maturinn, fílingurinn og aðgengi fyrir hjólastóla.“

Í júní er Reykjavík Kabarett með vikulegar sýningar á Rósenberg, alla fimmtudaga, en hingað til hafa færri komast að en vilja. Margrét segir júnímánuð vera tilraun sem hópurinn vonast til að verði að hefð í bæjarlífinu.

„Draumurinn væri að hafa föst kvöld frá og með næsta vetri því ég fæ mörg skilaboð frá fólki í senunni víðs vegar um heim sem hefur áhuga á að skemmta á Íslandi – við erum búin að læna upp fólki fram á mitt sumar 2018, sem er ótrúlegt.“

Wilfredo hinn kynþokkafulli er einn erlendu gestanna sem sýnt hafa með Reykjavík Kabarett. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Miðar á kabarettinn eru seldir í gegnum Tix.is en tölfræðin frá síðunni hefur komið Margréti á óvart.

„Það sem kemur á óvart að um 75% þeirra sem kaupa miða eru konur. Og kvenkyns áhorfendur segja að það sé mjög frelsandi að sjá kvenlíkamann ekki bara sexí eða viðkvæman – heldur fyndinn og fáránlegan. Við blöndum saman burlesque, sem er svona gamaldagsgrínstrípidans með brjóstadúskum við mikinn húmor, galdra og kabarettatriði, svo ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað.“

Lalli töframaður er kynnir á flestum sýningunum en stundum getur hann ekki hamið sig og strippar. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Áhugi Íslenskra skemmtikrafta á að koma fram hefur líka reynst heilmikill og Margrét segir að kabarettnum berist reglulega beiðnir og fyrirspurnir þess efnis.

„Við reynuma að verða við þeim þegar það er pláss – en annars viljum við frekar hvetja fólk til að skapa sínar eigin sýningar. Markmiðið okkar er að búa til senu, ekki bara að við sitjum ein að þessu ótrúlega teygjanlega formi. Ég hef verið að kenna burlesque í Kramhúsinu reglulega síðan í janúar og aðsóknin að þeim námskeiðum hefur sýnt mér að áhuginn er mikill. Sumir framhaldsnemendurnir koma fram með Reykjavík Kabarett, og svo var líka nemendasýning þann 6. júní síðastliðinn á Rósenberg. Þú sérð að burlesqueið er heldur betur að festa sig í sessi í Reykjavík.“

Dragdrottningin Gógó Starr er einn burlesque-nemenda Margrétar sem hefur stigið á svið með hópnum. Mynd: Leifur Wilberg Orrason.

En hverju má þakka þennan mikla áhuga og örskjótan uppgang kabarettsenunnar í Reykavík. ~Ég held að áhugann megi útskýra á marga vegu,“ segir Margrét, „í fyrsta lagi hafa margir Íslendingar séð svona sýningar á ferðalögum erlendis. Svo eru virðast þessar hliðarsviðslistir að vakna, spunasamfélagið, uppistandið og síðast en ekki síst dragið. Nýtilkominn stefnumótakúltur hjálpar líka til og að við erum bara farin að verða duglegri við að tríta okkur – kíkja á happy hour, og út að borða er ekki lengur spari spari… og okkur finnst öllum gaman að Reykjavík sé að verða meiri heimsborg.“

Engar tvær sýningar í júní verða eins, en hellingur af gestum kemur fram með Kabarettnum, bæði tilkynntir og leynigestir.

Hér er örlítil kitla sem ætti að æsa upp í ykkur kabarettunnandann:

Þeir sem hafa ekki ennþá farið í mat til hans Óla á Rósenberg ættu líka að nota tækifærið – því hann er mikill meistarasnillingur og hefur hannað nýjan og djúsí matseðil. Á fimmtudagskvöldum er líka sérstaklega djúsí og kynþokkafullan kabarettseðill í boði en á honum eru meðal annars ostruskot, uxabrjóst, rumpsteik, og eggaldin fyrir grænkerana.

Tryggðu þér miða á Reykjavík kabarett

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Marius er æxlið“

„Marius er æxlið“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið áfall fyrir Tottenham – Lykilmaður meiddist gegn City og fór í aðgerð í dag

Mikið áfall fyrir Tottenham – Lykilmaður meiddist gegn City og fór í aðgerð í dag
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

76 prósent líkur á því að Liverpool verði enskur meistari

76 prósent líkur á því að Liverpool verði enskur meistari

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.