Ungir simpansar hafa betra minni en háskólastúdentar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Prímatarannsóknastofnun Kyoto-háskóla.
Þrjár simpansamæður með unga sína tóku þátt í tilrauninni en níu háskólastúdentar voru fulltrúar mannkynsins. Þar réðu allir simpansarnir við tölurnar 1 – 9. Í tilrauninni voru lagðar fyrir ýmsar þrautir á tölvuskjá og í öllum tilvikum þurfti að muna röð þessara talna. Í einu slíku prófi var tölunum dreift tilviljanakennt um skjáinn. Þegar þátttakendur höfðu ýtt á tölu, hvarf hún bak við hvítan reit á skjánum. Þáttakendur þurftu nú bæði að muna hvar hver tala var og í hvaða röð ýtt hafði verið á þær.
Ungu simpansarnir stóðu sig betur en bæði mæðurnar og stúdentarnir. Hæfni ungu simpansanna skýra vísindamennirnir þannig að þeir hafi „ljósmyndaminni“ og geti því byggt upp mynd af flóknu mynstri.