fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Fyrir tveimur árum var hún 184 kíló og með áunna sykursýki: Í dag er hún íþróttakona og líklega í betra formi en flestir

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Árið 2015 fór ég til læknis og þá spurði hann mig hvort ég vissi hvað ég væri þung. Ég sagðist ekki vilja vita það. Ég vissi að ég væri of þung en vildi ekki vigta mig. Þegar ég steig á vigtina stóð: Error.“

Þetta var augnablikið þegar Elena Goodall, 29 ára áströlsk kona frá Queensland, áttaði sig á því að hún þyrfti að taka sig rækilega á. Þegar þarna var komið við sögu var Elena 184 kíló og auk þess komin með sykursýki af týpu 2, svokallaða áunna sykursýki. Læknirinn sagði henni að ef hún héldi áfram á sömu braut myndi hún ekki verða eldri en 35 ára eða svo.

Erfitt ferðalag en vel þess virði

Elena ákvað að gangast undir hjáveituaðgerð með það að markmiði að koma lífi sínu á rétt ról að nýju. Hún hefur leyft fólki að fylgjast með ferðalagi sínu í gegnum Facebook-síðu sína, Elle‘s Journey To Good Health, og er óhætt að segja að ferðalagið hafi hingað til verið gott þó það hafi stundum verið erfitt. Í dag er Elena öflug íþróttakona og líklega í betra formi en flestar konur á hennar aldri.

Átti erfitt með að reima skó

Hún rifjar upp að þegar líkamleg heilsa hennar var sem verst hafi hún átt erfitt með að reima skóna sína. Einföld verk fyrir flesta, eins og að sitja, voru erfið fyrir hana þar sem hún gat varla staðið aftur upp án þess að einhver rétti fram hjálparhönd. Elena hafði þó ekki alltaf verið svona. Á hennar yngri árum var hún öflug sundkona, en síðan fór að síga á ógæfuhliðina. Henni fór að líða „of þægilega“ eins og hún lýsir því og samhliða því fjölgaði aukakílóunum.

„Eitt skyndibitakvöld á viku urðu að tveimur og þremur og svo var ég farin að borða skyndibita öll kvöld.“

Háð skyndibita

Eins og að framan greinir sjá Elena ljósið, ef svo má segja, eftir heimsóknina til læknisins í maí 2015. Læknirinn nefndi við hana að einn möguleikinn væri að gangast undir hjáveituaðgerð en Elena ákvað frekar að reyna sjálf að vinna bug á ofþyngdinni. Vandamálið var bara það að hún var háð skyndibita, eins og hún segir sjálf við Mail Online í Ástralíu, og hélt áfram að þyngjast. Að endingu ákvað hún þó að þiggja aðgerðina og gekkst hún undir hana í nóvember 2015. Má segja að síðan þá hafi leiðin legið upp á við.

Fór að útbúa matinn heima

Á einu og hálfu ári eftir aðgerðina léttist Elena um 115 kíló; hún fór úr 184 kílóum niður í 69 kíló.

„Þessi mikli árangur náðist með mikilli líkamsrækt og betra mataræði sem skiptir öllu máli. Ég hætti að borða skyndibita og fór aðeins að borða mat sem ég útbjó heima hjá mér.“

Stefnir á heimsmeistaramótið

Elena kláraði svo hálfan járnkarl, en í honum þurfa keppendur að synda 1,9 kílómetra, hjóla 90 kílómetra og hlaupa 21,1 kílómetra á tíma. Það er ljóst að fólk þarf að vera í góðu standi til að klára slíka áskorun og Elena kláraði hana með stæl. Hún stefnir svo á að keppa í heilum járnkarli bráðlega. Hún setur markið hátt og stefnir á að öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í járnkarli áður en langt um líður.

Með góðri aðstoð fagfólks, næringarfræðings og einkaþjálfara, telur Elena að það markmið náist.

„Ég reyni að einblína ekki á tímann að sinni heldur vil ég fyrst sanna fyrir sjálfri mér og öðrum að ég geti þetta. Eftir það mun ég fara að keppa við tímann,“

segir þessi magnaða íþróttakona.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.