fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Sylvía er komin á góðan stað eftir erfiða baráttu við kvíða og þunglyndi – Tekur þátt í Ungfrú Ísland

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Rún Hálfdanardóttir er átján ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún lengi barist við erfiðan kvíða og þunglyndi en er loksins komin á góðan stað í lífinu að eigin sögn og vill sýna fólki að það sé hægt að snúa við blaðinu og sigrast á þessu. Hún ætlar að stíga út fyrir þægindaramman og taka þátt í Ungfrú Ísland í ár. Bleikt hafði samband við þessa sterku og hugrökku ungu konu og ræddi við hana um kvíðann, þunglyndið og baráttuna sem endaði í sigri.

Sylvía Rún Hálfdánardóttir

Sylvía hefur alla tíð búið í Hafnarfirði og ólst upp í stórum systkinahóp en þau eru sjö systkinin. Hún segir að því hafa fylgt mikil læti og alltaf mikið um að vera.

„Ég var mjög sterk og ákveðin á yngri árunum og mamma sagði alltaf að ég hafi verið eins og þrjár manneskjur, ég var alltaf út um allt,“

segir Sylvía í samtali við Bleikt. Fjölskylda Sylvíu er þekkt körfuboltafjölskylda og hafa þau öll spilað körfubolta. Sylvía byrjaði um leið og hún mátti og varð fljótlega mjög efnileg.

„Í október 2015 eftir mikla baráttu við andleg veikindi, kvíða, OCD, þunglyndi og mjög slæma sjálfsmynd hætti ég að æfa körfubolta. Ég var lögð í einelti sem hafði mikil áhrif því það var akkúrat þegar ég var að stíga mín fyrstu skref inn í meistaraflokk. Baráttan stóð lengi en ég vildi enga hjálp. Ég vildi ekki vera með vesen eða gera mikið úr þessu. Ég setti þess vegna alltaf upp grímu þannig enginn myndi sjá sársaukann.“

Sylvía segir að körfubolti hafi verið lífið hennar, hún var alltaf að æfa sig. Komst í öll unglingalandslið og áður en lagði körfuboltaskóna á hilluna spilaði hún með A-landsliðinu.

„Ég var mjög góð og við urðum einu sinni Norðurlandameistarar. Ég var valin best á því móti en á þeim tíma leið mér sem verst og hausinn minn var í algjöru rugli. Þegar mér var afhentur bikarinn og fólk klappaði þá var ég ekki stolt. Ég skammaðist mín. Ég byrjaði að draga mig niður: „þú getur ekkert í körfubolta, þú átt ekki skilið þennan bikar,“ „djöfull varstu ömurleg,“ „þú ert að taka þetta frá öllum hinum, frekjan þín,“ „þú ert til skammar ógeðið þitt,“ „ég hata þig!“ Þetta eru hugsanirnar sem tóku yfir heilann minn og þær voru svo ógeðslegar að ég lét sjálfa mig fara að gráta svo ótrúlega oft.“

Sylvía rifjar upp eitt skipti þegar liðið hennar vann leik og allir voru að fagna. Hún var búin á því eftir að hafa barist við hausinn sinn allan leikinn og hjóp inn á klósett og öskraði af sársauka. Hún var í ofsakvíðakasti. Siðan setti hún á sig grímu og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.

„Þetta var barátta við sjálfa mig í fjögur ár. Ég var að leggja sjálfa mig í einelti. Ég byrjaði að hata mig sjálfa meira og meira með hverjum deginum, sagði ekki frá og reyndi að láta sem minnst fyrir mér fara. Ég byrjaði að hata líkamann minn, andlitið mitt, persónuleikann minn og hægt og rólega byrjaði ég að hverfa.“

Sylvía með kærastanum sínum.

Sylvía segir að hún hafi náð að halda sér gangandi í fjögur ár en svo kom dagurinn þar sem hún brotnaði alveg niður og gat ekki meira.

„Nóvember 2015 fékk ég OCD kast. Ég vissi ekkert hvað var í gangi og var hrædd við allt og alla. Ég fattaði samt að eitthvað mikið var að því oftar og oftar fékk ég ofsakvíðaköst. Ég ákvað því að fara til sálfræðings en fékk ekki tíma fyrr en eftir tvo mánuði. Biðin eftir hjálp var hræðileg og ég hélt virkilega að ég myndi ekki lifa þetta af því sársaukinn var svo mikill. Ég missti alla tengingu við veruleikann en það versta var að ég missti mig. Ég þekkti mig ekki og þeir nánustu ekki heldur.“

Sálfræðingar, geðlæknar og lyf hjálpuðu Sylvíu að komast yfir kastið en hún segir að það hafi verið löng og erfið vinna. Í bataferlinu hætti hún í körfubolta og segist ekki sjá eftir því.

„Ég þurfti að vinna í mér. Góð andleg heilsa skiptir öllu máli. Það á engum að líða svona illa! Þegar ég var hátt uppi á lyfjunum var ég dugleg að gera það sem ég vildi, skipulagði mig og setti mér markmið. Mér fannst ég geta sigrað heiminn en þegar ég datt svo niður í þunglyndið varð allt ómögulegt og allt sem ég hafði skipulagt var ónýtt. Ég vildi ekki lifa svona, að vita ekki hvort ég myndi vakna glöð eða leið. Ég byrjaði að trúa því að ég gæti hjálpað mér að líða betur.“

Sylvía ákvað að reyna að stjórna sér sjálfri og ekki leyfa kvíðanum eða þunglyndinu að vinna. Hún byrjaði smátt. Þegar hún var niðri gerði hún eitthvað eitt sem hún var búin að plana og svo bætti hún við fleiri verkefnum.

„Mér fannst ég sterkari og sterkari með hverjum deginum og fann hvað sjálfstraustið varð alltaf betra og betra. Ég hætti síðan hjá sálfræðing í byrjun ársins. Vá hvað ég var stolt af mér að gera það. Miklu betra en að vinna einhverja bikara.“

Í byrjun ársins skráði Sylvía sig í Ungfrú Ísland. Hún viðurkennir að þá hafi hún verið ansi hátt uppi og fannst hún geta sigrað heiminn. Þegar hún fór síðan niður efaðist hún um sig en ákvað að hætta ekki við.

„Ég hætti á kvíðalyfjunum stuttu eftir það og það var mjög stórt skref. Mér hefur aldrei liðið eins vel og mér líður núna. Ég stend núna með mér og er ekki að draga mig niður ef mér mistekst. Ég byrja alla daga á því að brosa og vera þakklát fyrir að vakna. Því lífið er svo ótrúlega stutt og ég vil ekki missa meira af því en ég hef gert nú þegar. Ég er byrjuð að gera það sem mig langar að gera og það er kvikmyndaleiklist.“

Sylvía hefur fengið mörg tækifæri tengt leiklistinni. Í ár hefur hún leikið í nokkrum stuttmyndum og var í aðalhlutverki í einni myndinni.

„Síðan er það Ungfrú Ísland og ég hélt að það var verið að grínast í mér þegar ég var valin en þetta var ekkert grín. Ég er ótrúlega spennt fyrir sumrinu og mér finnst hópurinn yndislegur og allir sem sjá um okkur. Ég er bara svo ánægð að fá þetta tækifæri. Mér finnst leiðinlegt hvað margir dæma keppnina svo harkalega án þess að kynna sér hana fyrst og sjá hvað þau eru í raun og veru að leitast eftir. Við erum allar mismunandi og sterkir einstaklingar. Það fara allir í þessa keppni af ástæðu og engin ástæða er alveg eins. Ég fór í hana til að styrkja sjálfstraustið mitt enn þá meira og sýna að þrátt fyrir að manni líður ótrúlega illa og allt sé ómögulegt þá er hægt að snúa blaðinu við. Það tekur bara tíma og vinnu en með litlum skrefum er allt hægt!“

Hægt er að fylgjast með Sylvíu á Snapchat: s_dayinherlife

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot annar í sögunni til að takast þetta

Slot annar í sögunni til að takast þetta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólk trúir ekki að hann hafi gert þetta á innsetningarhátíð Trump – Sjáðu myndbandið

Fólk trúir ekki að hann hafi gert þetta á innsetningarhátíð Trump – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.