Sonja Sigríður Jónsdóttir er nemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Á veturna vinnur hún sem þjónustufulltrúi í hlutastarfi hjá 1818 en í sumar er hún að starfar hún hjá WOW Air í höfuðstöðvum þeirra. Hún er einnig formaður Animu, félags sálfræðinema við Háskóla Íslands og markaðs- og kynningarstjóri Hugrúnar, geðfræðslufélags.
Síðastliðin tvö ár hefur Sonja verið í Háskólanum og hefur haft meira en nóg á sinni könnu. Í fyrra var hún formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Ísland. Meðfram náminu leiddi hún Röskvu til stærsta sigurs í sögu fylkingarinnar. Röskva vann kosningar til Stúdentaráðs með yfirburðum og sneri við blaðinu eftir níu ár í minnihluta. Hún hefur gríðarlegan áhuga á hagsmunamálum og hagsmunabaráttu og finnst því starfið innan Röskvu henta sér fullkomlega.
En það er margt fleira á bak við þessa hörkuduglegu og metnaðarfullu ungu konu. Sonja lýsir sér sjálfri sem algjöru „bakstursnördi“ og elskar að baka kökur með óhefðbundnu sniði en auðvitað líka þessar klassísku. Tónlist segir hún líf sitt og yndi enda kemur hún úr mikilli tónlistarfjölskyldu og segist vera algjör alæta á tónlist.
Sonja hefur mikinn áhuga á tungumálum. Hún talar ekki mörg tungumál reiprennandi en dundar sér mikið við að skoða grunnorðaforða mismunandi tungumála með til dæmis Duolingo appinu. Hún elskar að ferðast og getur ekki beðið eftir að klára skólann og fara eitthvað lengst út í buskann og skoða sig um.
Bleikt fékk Sonju til að svara nokkrum spurningum um allt á milli himins og jarðar til að deila með lesendum.
Opin, hlý, jákvæð, ákveðin, leiðtogi.
Óþolinmæði, stundum myndi ég vilja að hlutirnir myndu gerast helst í gær.
Be kind, always. Eitthvað sem allir ættu að tileinka sér!
Fæ að vitna í orð vinkonu minnar: Sassy, true, nett, classy, bossy bitch.
Þegar loftið verður svona frosið og eiginlega crispy.
Emmu Watson, leikkonu og athafnakonu. Hún var auðvitað idolið mitt á yngri árum sem Hermione og svo er hún bara svo drullu nett pía í dag að sigra heiminn fyrirlestur fyrir fyrirlestur!
Harry Potter bækurnar eiga alltaf stóran sess í hjarta mínu.
Fyrirmyndin mín er hún Sonja Kristensen, amma mín en hún er mesti kvenskörungur sem ég þekki og þekki ég þá marga. Við erum kannski ekki alltaf sammála um allt en við getum alltaf verið sammála um að við getum allt sem við ætlum okkur.
Ég myndi klárlega leyfa mér að fara í eitthvað brjálæðislega næs ferðalag – kannski til Suður-Ameríku!
Fyrir ári síðan hefði ég ekki hikað við að segja Twitter en umræðan þar er orðin svo fáránlega neikvæð og leiðinleg að af tvennu illu myndi ég velja Facebook.
Ætla að vera materíalísk og segja símans míns.
Að vera ein.
At the moment playlistinn minn er orðinn ansi langur en uppáhalds þessa stundina er More Life með Drake og margt með t.d. 6LACK, Bryson Tiller, Roy Woods, Khalid og Kiiara. Svo er auðvitað Secret Solstice rétt handan við hornið og ég get ekki beðið eftir að sjá Anderson Paak og Unknown Mortal Orchestra.
Ójá, Keeping up with the Kardashians og Áttan. Skammast mín ekkert.
Öllum velkomið að fylgjast með mér á Instagram: sonjasjons en ég er mikið að vinna með body positive content þar og raunar bara allt sem er jákvætt!
Framundan er stútfullt ár af sálfræði, viðburðaskipulagningu hjá bæði Animu og Hugrúnu og ýmislegt annað sem á bara eftir að koma í ljós!