fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025

Ásdís Guðný: „Af hverju þarf mánudagur að vera verri en aðrir dagar?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. júní 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Guðný Pétursdóttir er 24 ára gömul og býr í Mosfellsbæ ásamt kærastanum sínum. Þau verða ekki mikið lengur tvö en þau eiga von á litlu kríli 6. júní. Ásdís Guðný er bloggari á Glam.is sem var að fá nýtt og flott útlit. Hún skrifaði pistil um mánudaga og hvernig er hægt að gera þá betri. Hún deilir þar ýmsum ráðum og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistillinn sem birtist fyrst á Glam.is

Ég elska mánudaga! Hef alltaf gert það. Mánudagar eru tækifæri til þess að byrja upp á nýtt – Ný tækifæri. Þetta er allt spurning hvernig þú byrjar daginn og hvernig þú setur hann upp. Mig langar til þess að gefa þér smá „inspo“ hvernig þú gætir til dæmis byrjað hann.

Vakna snemma:

Með því að vakna snemma kemurðu í veg fyrir stress. Mér finnst persónulega gott að ef ég á að mæta klukkan 8:00 að vakna rúmlega hálf 7 til korter í 7. Fá mér góðann kaffibolla og á sumrin þá opna ég út á svalir til að fá ferskt loft inn. Ég dunda mér við að gera góðan morgunmat, tek inn vítamínin mín og þamba stórt vatnsglas. Ef tími gefst þá fer ég út í garð með hundinn minn og leyfi honum að pissa og þefa í róleg heitunum á meðan ég anda að mér fersku lofti og virði fyrir mér daginn. Þetta er svo óóóótrúlega gott! Maður verður svo rólegur og jákvæður!

Borða hollan morgunmat:

Ég finn mikinn mun á mér ef ég fæ mér Coco Puffs eða hafragraut á morgnana. Það er alveg gefins að ég þurfi á klósettið eftir nokkrar mínútur þegar ég er búin að fá mér Coco Puffs. Hann er svo ótrúlega sykraður að líkaminn minn fer í sykursjokk, sérstaklega svona snemma morguns að hann vill losa sig við þetta strax og þar að leiðandi verð ég svöng strax aftur. En ef ég byrja daginn minn á hafragraut, sker kannski epli ofan í eða banana, nokkrar flögur af kókosi og dass af kanil. Ég er södd í góða tvo tíma! Mér finnst líka mjög gott að gera boozt og þá fæ ég mér : Vanillu mjólk – banana – jarðarber. Þegar ég var að fljúga fyrra sumar þá var mikilvægt að borða góðan morgunmat því þú þurftir að endast lengi og það eina sem mér fannst virka var boozt eða grautur.

Hreyfing:

Labbaðu í vinnuna ef þú getur. Ég öfunda fólk sem býr í göngufæri við vinnustaðinn sinn. Ég ólst upp í smábæ og ég hjólaði alltaf eða labbaði í vinnuna og það gaf mér tíma til þess að hugsa og plana daginn. Stundum fannst mér líka bara gott að sleppa því að hugsa og hlusta bara á tónlist eða á náttúruna. Þegar ég missti þau tækifæri að geta labbað í vinnuna þá fór ég að reyna að mæta í ræktina áður en vinnan byrjaði og þið sem hafið prufað það vitið það öll að það er stórkostleg tilfinning að vera búin að sprikla í morgunsárið! Maður drekkur svo mikið af vatni á æfingu, svitnar og fer síðan í sturtu og mætir svo lang ferskastur í vinnuna! Það er augljóst hverjir byrja daginn sinn á hreyfingu og hverjir ekki.

Svefn:

Svefn hefur alltaf verið vandamál hjá mér. En reyndar, síðan ég varð ólétt þá hefur verið ekkert mál að sofna en að haldast sofandi er hins vegar annað mál. Allavega, það að fara snemma að sofa gefur þér færi á að hvílast 100% fyrir komandi dag. Sumum finnst nóg að sofa bara í 5-6 tíma en ég er týpan sem þarf alltaf 8 tíma svefn og helst ekki lengur eða styttra. Og ég reyni að halda rútínu. Svefn rútínan er lykillinn. Ef þú nærð rútínu þá ertu golden! Líkaminn fer að vera þreyttur á settum tíma og hann vaknar sjálfur eftir nokkur skipti, þó ég mæli nú ekki með að sleppa klukkunni. En þegar líkaminn fer að vakna sjálfur þá vaknarðu ekki við „sjokk“ eða læti.

En ég vil nú taka það fram að þetta er eitthvað sem hentar mér persónulega og virkar fyrir mig. En þetta gæti líkað virkað fyrir þig! Ef þú prufar eitthvað af þessum „ráðum“ mínum máttu láta mig vita og segja mér hvernig þér fannst.


Pistillinn birtist fyrst á Glam.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Valur Páll lýsir lygilegri uppákomu í fluginu til Króatíu – „Svo allt í einu kemur þessi spurning“

Valur Páll lýsir lygilegri uppákomu í fluginu til Króatíu – „Svo allt í einu kemur þessi spurning“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Útgefandi varpar sprengju um Geirfinnsmálið – Lögreglumenn hafi afvegaleitt rannsóknina af persónulegum ástæðum

Útgefandi varpar sprengju um Geirfinnsmálið – Lögreglumenn hafi afvegaleitt rannsóknina af persónulegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.