fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Manstu þegar Kardashian fjölskyldan kom fram í Dr. Phil?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþátturinn Dr. Phil fór fyrst í loftið 16. september 2002. Phil McGraw er maðurinn á bak við Dr. Phil og tók hann sín fyrstu skref í sjónvarpsiðnaðinum þegar hann kom fram í spjallþætti Opruh Winfrey. Dr. Phil þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og hefur hann fengið til sín ótal marga skrautlega gesti en á meðal þeirra er Kardashian fjölskyldan. Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Khloé Kardashian og Kris Jenner komu fram í þættinum árið 2009 til að ræða um stóra O.J. Simpson málið. O.J. Simpson var mjög frægur og í guðatölu í amerískum fótbolta. Hann spilaði lengi í NFL deildinni og var kallaður „The Juice.“

O.J. Simpson

Árið 1995 voru réttarhöld yfir O.J.. Hann var kærður fyrir morðin á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Brown og Ron Goldman. Réttarhöldin voru kölluð „réttarhöld aldarinnar“ vegna alþjóðlegu athyglinnar sem málið dró að sér. Þau voru sýnd í beinni og fylgdust um 100 milljón manns með þegar dómsorð var kveðið upp. O.J. var sýknaður. Ástæðan fyrir aðild Kardashian fjölskyldunnar að málinu er að Nicole var besta vinkona Kris Jenner og O.J. var vinur Roberts Kardashian, föður Kim, Kourtney og Khloé. Robert var einnig hluti af lögfræðiteymi O.J. Þó svo að O.J. hafi verið sýknaður, var hann seinna dæmdur sekur í einkarétti.

Nicole Brown, O.J. Simspon, Kris Jenner og Robert Kardashian.

Kris og Robert voru þá sitt hvorum megin í málinu en Kris var viss um að O.J. hafði orðið Nicole að bana. Málið hafði mikil áhrif á Kim, Kourtney og Khloé Kardashian að þeirra sögn. Þær ásamt Kris Jenner komu fram í Dr. Phil 2009 til að ræða um O.J. málið og áhrifin sem það hafði á fjölskyldu þeirra.

Manstu eftir þessu?

Hér eru þær svo að ræða um Keeping Up With the Kardashians og gamalt rifrildi á milli þeirra:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.