Það eru komin tíu ár síðan Rihanna varð að tónlistargyðjunni sem við þekkjum í dag. Þann 1. júní 2007 gaf hún út plötuna „Good girl gone bad“ sem tók tónlistarheiminn með trompi. Platan inniheldur fræg lög sem voru lengi á topplistum um allan heim, eins og Umbrella, Don‘t Stop The Music og Shut Up And Drive.
Rihanna hefur selt yfir 230 milljón plötur síðan hún byrjaði feril sinn árið 2005. Complex fer ítarlega yfir sögu Rihönnu. Hvernig hún byrjaði í stúlknasveit í heimalandi sínu Barbados, sló í gegn með laginu Pon de Replay, þróaði stílinn sinn og skapaði sér einstaka ímynd sem hefur gert hana að þeirri stórstjörnu og tískugyðju sem hún er í dag. Hér getur þú lesið grein Complex.
Rihanna er ekki aðeins söngkona heldur er hún einnig lagahöfundur, leikkona, fyrirsæta og fatahönnuður. Hún ætlar líka að láta til sín taka í snyrtivöruheiminum. Hún er að byrja með sitt eigið snyrtivörumerki Fenty Beauty sem kemur í sölu í haust. Við getum ekki beðið!
You ready? @fentybeauty
new generation of beauty… coming this FALL! pic.twitter.com/6wp8vdMHEh
— Rihanna (@rihanna) May 31, 2017