fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Flóðhesturinn Fiona fæddist fyrirburi og er nú samfélagsmiðlastjarna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. júní 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum mánuðum síðan fæddist flóðhesturinn Fiona sex vikum fyrir settan tíma í Cincinnati dýragarðinum. Þar sem hún kom svona snemma í heiminn hefur hún þurft mikla umönnun. Fiona var aðeins þrettán kíló við fæðingu, en það er helmingi léttara en meðalþyngd nýfæddra flóðhesta.

Það þarf að hugsa um og fylgjast með Fionu allan sólarhringinn. Það þarf að mæla hana og fylgjast vel með líkamshitanum hennar, hún þarf mikinn svefn, hún er vigtuð reglulega og hún er á sérstökum matarkúr. Svo auðvitað fær hún líka góðan skammt af ást og umhyggju.

Fólkið sem hugsar um Fionu í dýragarðinum vissi að það væri með eitthvað sérstakt í höndunum og ákváðu að deila þessum krúttleika með heiminum. Það kemur okkur ekkert á óvart að internetið gjörsamlega elskar Fionu,. Skiljanlega, hún er dásamleg!

Hér er hún að taka fyrstu skrefin:

Vegna smæðarinnar hafa mennsku vinirnir hennar hjálpað henni að styrkjast:

Hún hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum:

Hér hittir hún Henry, pabba sinn:

Hún er ekkert smá krúttleg:

Hérna fékk hún að sjá sápukúlur í fyrsta skipti, frekar ógnvekjandi:

Þar sem hún er flóðhestur, getur hún fengið sér blund í vatni:

Hér er verið að venja hana að synda í kringum kafara:

Og þó hún sé aðeins „barn“ þá er hún með sinn eigin bjór! En engar áhyggjur, hún drekkur ekki bjórinn heldur fer ágóðinn til hennar og fólksins sem hugsar um hana:

Hún hefur þyngst heilan helling síðustu fjóra mánuði og er núna 120 kíló.

Hér er hún í sturtu, bara aðeins of sæt.

Þú getur fylgst með Fionu á Facebook og Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Carragher bugaður í beinni þegar flautað var til leiksloka í Guttagarði – Stráðu salti í sár hans

Carragher bugaður í beinni þegar flautað var til leiksloka í Guttagarði – Stráðu salti í sár hans
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vandræðalegt atvik fyrir fyrirliðann – Var á leið í útför en bað um hjálp við að klára að klæða sig

Vandræðalegt atvik fyrir fyrirliðann – Var á leið í útför en bað um hjálp við að klára að klæða sig
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Löng biðröð eftir að taka gull út úr næststærstu gullgeymslu heims

Löng biðröð eftir að taka gull út úr næststærstu gullgeymslu heims

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.