Hlutgerving kvenna er vandamál sem vert er að vekja athygli á. Hlutgerving kvenna er eitthvað sem er til staðar meira að segja í auglýsingum fyrir samlokur. Hún er úti um allt og það er það sem #WomenNotObjects verkefnið snýst um. Myndbandið tekur nokkur dæmi um svívirðilegar auglýsingar þar sem konur eru smánaðar og hlutgerðar. Í myndbandinu halda konur á auglýsingunum og segja kaldhæðnisleg ummæli tengd auglýsingunni, eins og „ég elska að veita samlokum munnmök,“ eða „ég elska að sofa með karlmönnum sem vita ekki hvað ég heiti.“
Horfðu á þetta öfluga og áhrifamikla myndband hér fyrir neðan.