fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Kim Kardashian gagnrýnd harðlega fyrir þetta tíst um Manchester árásina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir skelfilega hryðjuverkaárás á Ariana Grande tónleikum í Manchester mánudagskvöldið hafa margar stjörnur stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við fórnarlömb árásarinnar og fjölskyldu þeirra. 22 létust í árásinni, þar á meðal börn og unglingar, og 59 aðrir særðust. Kim Kardashian var meðal þeirra sem tjáði sig um árásina á Twitter en val hennar á mynd með tístinu vakti hörð viðbrögð meðal netverja.

„Tónleikar eiga að vera staður þar sem þú getur sleppt þér og skemmt þér. Svo hræðilegt að geta ekki fundist maður öruggur í þessum heimi. @arianagrande Ég elska þig,“

skrifaði Kim Kardashian á Twitter. Með tístinu fylgdi myndin umtalaða en myndin er af henni dansandi með Ariönu Grande og fólk er allt annað en sátt.

„Þörfin að þurfa að deila mynd af þér sjálfri… Ógeðslegt“

„Í alvörunni, eyddu þessu“

„Aðeins þú Kim myndir finna tækifæri til að deila mynd af þér sjálfri á meðan þessu óhæfuverki stendur.“

„Og þú þurftir þetta tækifæri til að deila mynd af þér sjálfri?“

Fljótlega deildi hún tveimur öðrum tístum sem í þetta sinn voru ekki með mynd:

„Ég bið fyrir öllum í Manchester. Þetta er svo ótrúlega tilgangslaust og skelfilegt.“

„Ég get ekki ímyndað mér óttann og kvölina sem þessir foreldrar hljóta að upplifa leitandi að börnunum sínum.“

Kim hefur nú eytt upprunalega tístinu en netverjar hafa ekki gleymt því:

Hvað finnst þér um tístið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.