Trúlofun er mikið fagnaðarerindi og margir velja að skella mynd inn á samfélagsmiðla til að segja fjölskyldu og vinum stóru fréttirnar. Þetta par gleymdi þó að taka til fyrir myndatökuna og því sagði trúlofunarmyndin töluvert meira en þau höfðu ætlað sér.
Hamingjuóskum rigndi yfir Miröndu Levy og unnusta hennar, en litli kassinn í horninu á myndinni var ekki lengi að stela senunni.
Í fyrstu botnaði hún ekkert í því sem fólk var að segja.
Að lokum neyddist hún til að tilkynna enn stærri fréttir.
„Sæl öll, við eigum líka von á barni.“
Það var því enginn skortur á gleðifréttum frá þeim þennan dag.