Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið.
Grillaður Miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu
Fyrir 3-4
900 g kjúklingalæri
10 hvítlauksrif, pressuð
1/2 tsk paprikukrydd
1/2 tsk allrahanda krydd (allspice)
1/2 tsk múskat
1/4 tsk kardimommukrydd
salt og pipar
5 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
safi af 1-2 sítrónum
Grísk dill jógúrtsósa
1 hvítlauksrif, pressað
1 búnt ferskt dill, stilkarnir fjarlægðir og dillið saxað
350 g grísk jógúrt
1 msk ólífuolía
safi úr 1/2 sítrónu
hnífsoddur cayenne pipar
salt
Gerið jógúrtsósuna með því að blanda saman hvítlauk, dilli, grískri jógúrt, ólífuolíu, sítrónusafa og cayenne pipar saman í matvinnsluvél. Blandið vel saman þar til þykk sósa hefur myndast. Bætið salt saman við ef þörf er á því. Geymið í kæli í amk eina klukkustund.
Blandið því næst pressuðum hvítlauk, kryddum og 3 msk af ólífuolíu. Þerrið kjúklingalærin kryddblöndunni vel á þau. Setjið í ofnfast mót ásamt rauðlauk og sítrónusafa og 2 msk af ólífuolíu. Marinerið í 1 klukkustund eða lengur ef tími leyfir.
Grillið kjúklingalærin á grillið og grillið þau á hvorri hlið í um 5-6 mínútur.
Berið fram með jógúrtsósunni og salati með grísku salati með tómötum, ólífum og fetaosti.