Katy Perry og Nicki Minaj sameina krafta sína í nýju lagi „Swish Swish.“ Í laginu skjóta þær föstum skotum á ónefndan aðila og samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs gæti verið að skotunum sé miðað að Taylor Swift. Það má rekja upphaf illdeilna Katy Perry og Taylor til ársins 2013 þegar dansarar Taylor yfirgáfu tónleikaferðalag hennar til að dansa með Katy Perry. Taylor gerði síðan lagið „Bad Blood“ um Katy Perry árið 2014.
Í september 2014 tísti Katy „Watch out for the Regina George in sheep‘s clothing“ sem margir litu á sem andsvar við laginu. Í fyrsta erindi „Swish Swish“ syngur Katy: „From a selfish or a sheep, don‘t you come for me.“
Fyrir nokkrum vikum var Katy spurð að því hvort lagið væri svar við „Bad Blood“ á nýju plötunni hennar og hún svaraði:
„Eitt til að muna er: Þú getur ekki tekið vinsemd frá mér sem veikleika og ekki koma á eftir mér.“
Nicki Minaj hefur einnig átt í illdeilum við Taylor Swift. Þegar myndband Taylor fyrir „Bad Blood“ var tilnefnt sem „Myndband ársins“ á VMA verðlaunahátíðinni en ekki myndband Nicki, gagnrýndi Nicki það harkalega og sagði á Twitter: „Ef myndbandið þitt fagnar tággrönnum konum þá verður það tilnefnt sem myndband ársins.“
If your video celebrates women with very slim bodies, you will be nominated for vid of the year 😊😊😊😊😊😊😊😊😊😊😊😊😊
— NICKI MINAJ (@NICKIMINAJ) July 21, 2015
Taylor svaraði því „Ég hef aldrei gert neitt annað en elskað og stutt þig. Það er ólíkt þér að etja konum saman. Kannski tók einn af karlmönnunum plássið þitt…“
@NICKIMINAJ I’ve done nothing but love & support you. It’s unlike you to pit women against each other. Maybe one of the men took your slot..
— Taylor Swift (@taylorswift13) July 21, 2015
Nicki svaraði þá „Huh? Þú hefur greinilega ekki verið að lesa tístin mín. Ég sagði ekki orð um þig. Elska þig alveg jafn mikið. En þú ættir að tala um þetta.“
Huh? U must not be reading my tweets. Didn’t say a word about u. I love u just as much. But u should speak on this. @taylorswift13
— NICKI MINAJ (@NICKIMINAJ) July 21, 2015
Sumir aðdáendur hafa meira að segja sett fram þá getgátu að „swish swish“ standi fyrir „Swift, Swift.“ Þetta er nú meira dramað! Það er spurning hvort Taylor svari laginu, við verðum bara að bíða og sjá. Þangað til hlustaðu á „Swish Swish“ hér fyrir neðan.