fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Er nýja lag Katy Perry og Nicki Minaj um Taylor Swift? Hlustaðu á „Swish Swish“ hér

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katy Perry og Nicki Minaj sameina krafta sína í nýju lagi „Swish Swish.“ Í laginu skjóta þær föstum skotum á ónefndan aðila og samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs gæti verið að skotunum sé miðað að Taylor Swift. Það má rekja upphaf illdeilna Katy Perry og Taylor til ársins 2013 þegar dansarar Taylor yfirgáfu tónleikaferðalag hennar til að dansa með Katy Perry. Taylor gerði síðan lagið „Bad Blood“ um Katy Perry árið 2014.

Í september 2014 tísti Katy „Watch out for the Regina George in sheep‘s clothing“ sem margir litu á sem andsvar við laginu. Í fyrsta erindi „Swish Swish“ syngur Katy: „From a selfish or a sheep, don‘t you come for me.“

Katy Perry og Taylor Swift

Fyrir nokkrum vikum var Katy spurð að því hvort lagið væri svar við „Bad Blood“ á nýju plötunni hennar og hún svaraði:

„Eitt til að muna er: Þú getur ekki tekið vinsemd frá mér sem veikleika og ekki koma á eftir mér.“

Nicki Minaj hefur einnig átt í illdeilum við Taylor Swift. Þegar myndband Taylor fyrir „Bad Blood“ var tilnefnt sem „Myndband ársins“ á VMA verðlaunahátíðinni en ekki myndband Nicki, gagnrýndi Nicki það harkalega og sagði á Twitter: „Ef myndbandið þitt fagnar tággrönnum konum þá verður það tilnefnt sem myndband ársins.“

Taylor svaraði því „Ég hef aldrei gert neitt annað en elskað og stutt þig. Það er ólíkt þér að etja konum saman. Kannski tók einn af karlmönnunum plássið þitt…“

Nicki svaraði þá „Huh? Þú hefur greinilega ekki verið að lesa tístin mín. Ég sagði ekki orð um þig. Elska þig alveg jafn mikið. En þú ættir að tala um þetta.“

Sumir aðdáendur hafa meira að segja sett fram þá getgátu að „swish swish“ standi fyrir „Swift, Swift.“ Þetta er nú meira dramað! Það er spurning hvort Taylor svari laginu, við verðum bara að bíða og sjá. Þangað til hlustaðu á „Swish Swish“ hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.