Hjartaknúsarinn Zac Efron sem við byrjuðum flest að elska þegar High School Musical kom út ætlar að skipta um gír á næstunni og taka að sér hlutverk bandaríska raðmorðingjans Ted Bundy í fyrirhugaðri bíómynd.
Bíómyndin, sem er í vinnslu, heitir Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile, en þar er saga Ted Bundy sögð út frá sjónarhorni kærustu hans Elizabeth Kloepfer. Það tók hana ansi langan tíma að trúa því að hennar ástkær væri svona vondur – því hann hafði náð að drepa meira en 30 konur þegar hún sigaði lögreglunni á hann.
Bundy var fullkomlega siðblindur sadisti, og eins og algent er með slíka menn, var hann líka óvenju sjarmerandi. Hann náði að smjúga undan yfirvöldum í langan tíma því fólk trúði því hreinlega ekki að þessi prýðispiltur gæti haft slíkt ómenni að geyma.
Efron kom víst aðdáendum sínum dálítið á óvart með því að taka U-beygju inn í svartholið Ted Bundy – en síðasta mynd hans er einmitt kvikmynd sem er byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Baywatch. Myndin var nýlega frumsýnd í Miami.