Við vitum það flest að tísku- og fegurðarljósmyndir eru langt frá raunveruleikanum. En vitum við hversu mikið myndirnar eru lagfærðar í raun? Hversu mikil vinna fer í að lagfæra aðeins eina mynd? RARE Digital Art gaf út myndband sem sýnir sex klukkustunda vinnu sem fór í að lagfæra eina ljósmynd, á aðeins 90 sekúndum.
Myndbandið sýnir okkur að við eigum ekki að bera okkur saman við myndirnar sem við sjáum í tískutímaritunum, auglýsingum og meira að segja samfélagsmiðlum þar sem fólk á það til að lagfæra sjálft myndirnar sínar í snjallsímum. Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir. Það er ekkert til sem heitir „fullkomið.“
RARE hefur áður gefið út myndband af hvernig þau lagfæra tískuljósmyndir með stærri vettvang sem þú getur horft á hér fyrir neðan: