fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina!

Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var.

Við verðum að sjálfsögðu að taka fram 49 atriði – eitt fyrir hvert portúgalskt framlag fram til dagsins í dag! 🙂

  1. Hressleikinn í kynningum á lögunum setti punktinn yfir i-ið í stemmningarsköpun, hollensku 90’s-gellurnar áttu klárlega flottasta samhæfða múvið!
  2. Ísraelinn stóð sig því miður ekki sem best í úrslitunum – ótrúlegt samt að hann hafi náð 3. sæti í undankeppninni en endaði í 23. sæti í úrslitunum. Gæti röðin á svið (fyrstur) haft eitthvað þar að segja líka?
  3. Frammistaða Fransescos okkar, sem mestar væntingar hafa auðvitað verið um, var ekki beinlínis töfrum líkust en mjög góð og heildarpakkinn flottur – svona rétt eins og cannelloni með kotasælu, spínati og basilikku; pottþétt en ekkert stórkostlegt!
  4. Samt gott múv hjá honum að vera með regnbogarendur á jakkafötunum, kúdos!
  5. Pólsku brjóstin voru umtöluð eftir undankeppnina; annað hafði aumingja Kasia undir handleggnum á meðan hitt var á sínum stað. Kjóllinn var meira á sínum stað í aðalkeppninni. Húrra fyrir því!
  6. Aww, hvítrússneski kossinn í lok lagsins var einlægur og krúttlegur.
  7. Sá í lok rúmenska lagsins var meira eins og árás, úff!
  8. Mikið hlýtur að vera skemmtilegt að hanga svona í tunglinu hans Nathans Trent. Getur Páll Óskar ekki fengið það fyrir Gaypride-vagninn sinn? Nathan ætlar pottþétt ekki að nota það áfram…
  9. Ætli sviðshönnuður Armena sé enn að hlusta mikið á Ray of Light með Madonnu?
  10. Hollendingarnir hafa ætlað að teika sviðshönnunina frá elsku elsku Michal okkar frá Póllandi í fyrra – með letri fyrir lögblinda. Mögulega skipti það sköpum.
  11. Flosi okkar á 35. mínútu sló algjörlega í gegn – fékk tvít um sig og allt! Love!!
  12. Máttur internetsins svíkur ekki og Epic Sax Guy kom, sá og kom einu fátækasta ríki Evrópu í 3. sæti heilt yfir!
  13. Gullfossinn í danska laginu gerði það vissulega bærilegra en ekki gott samt.
  14. Sjokkið sem við fengum yfir tilkynningu Ísraela í beinni útsendingu í kosningunni! Þýðir þetta að við fáum aldrei fleiri gulldrengi? ALMÁTTUGUR!
  15. DiHaj aserska hlýtur að hafa náð myllu með þessum krossum sínum á bök bakraddasöngvaranna – við veltum því fyrir okkur hvað þeir eigi annars að þýða!?
  16. Króatinn ákvað greinilega að reyna einn síns liðs að toppa Il volo, með óperusöng á ítölsku – stælaði meira að segja hárgreiðsluna þeirra og YESSaði vel í lokin!
  17. Við héldum nánast allan tímann fyrir eyrun í ástralska laginu, því við óttuðumst að það kæmi annar skrækur eins og í undankeppninni. En Isahiah stóð sig mun betur á laugardag – og komst í 9. sæti.
  18. Ótrúlegt samt að lag geti komist í 9. sæti þegar hann fékk ekki nema 2 stig úr símakosningu…
  19. Hræðilegi skrækfalski tónninn kom svo í spænska laginu stuttu seinna – og við vorum engan veginn viðbúnar! Jæks! Ekki að furða að síðasta sætið varð þeirra…
  20. Noregur samplaði sig inn í 10. sætið – spurning hvort við sjáum miklar breytingar í raddnotkun á sviði strax í næstu keppni?
  21. Måns stóð sig að okkar mati mun betur í þessu 3 mínútna innslagi en hinir þrír allt showið… minnti okkur á hvað við söknum LoveLovePeacePeace!
  22. Á topp 10 enduðu þrjú af fjórum lögum sem sungin voru á frummálunum; portúgölsku, ítölsku og ungversku. Hvít-Rússarnir lentu svo í 17. sæti, með hvítrússneskuna í fyrsta sinn, sem er nokkuð gott!
  23. Lucie hin breska virðist ekki hafa áttað sig almennilega á close up-unum sínum því að tjáningargretturnar hennar voru þvílíkar að við vorum farnar að halda að hún væri að stæla Salvador.
  24. Hárgreiðsla þýsku stúlkunnar hefði aðeins mögulega getað orðið þýskari ef hún hefði verið með mullet! Hún var allavega mjög busy in the front en lítið party in the back!
  25. Georgíski sigurvegarinn í Junior Eurovision 2016 lét kynnana þrjá líta afar illa út! Þeir voru í 3 mánuði í enskukennslu fyrir keppni! Hún er 11 ára.
  26. Ruslana blessunin hefur lítið skánað í enskunni sem heyrðist dálítið í annars skemmtilegu atriði í hléinu og er enn á fullu í víkingaþemanu, að minnsta kosti hringabrynjunni.
  27. Rasskynnabrandarinn hans Gísla Marteins fékk okkur til að skella upp úr! Tékkið á 2:41:00 🙂
  28. Eina dómnefnd þjóðar í úrslitunum sem ekki gaf Portúgal stig var hin búlgarska – keppnisskap much?
  29. En portúgalska dómnefndin gaf reyndar heldur ekki Ítalíu eða Búlgaríu nein stig.
  30. Eftir að dómnefndirnar höfðu lokið sér af og Portúgal var í forystu héldum við næstum að þetta væri komið og símakosningin myndi raða þessu allt öðruvísi.
  31. Ótrúlegt að Ítalinn hafi ekki fengið meira úr símakosningunni – við ímyndum okkur að Ítalía sé enn í sjokki en vonumst til að þetta verði ekki til þess að þeir hætti aftur að keppa!
  32. Portúgalar hafa náð ótrúlegum árangri á 20 árum: 0 stig árið 1997 og 758 stig og sigur árið 2017!
  33. Ótrúlegasta sætaskipanin hlýtur að vera Króatía í 13. sæti! Hvaða brandari var það sem við náðum ekki?
  34. Knús á Marcus and Martinus frá Noregi – krúttmonsur kvöldsins!
  35. Hins vegar minnti Björgvin Halldórsson okkur mest á Austin Powers með Portúgal-handahreyfingunni!

  36. Merkilegt þegar fagnað var nágrannastigum Spánar til Portúgals en búað yfir stigum Finnlands til Svíþjóðar!
  37. Hins vegar gáfu Portúgalir Spánverjum ekki eitt einasta stig.
  38. Aumingja Levina frá Þýskalandi felldi nokkur tár þegar næstsíðasta sætið varð staðreynd.
  39. Bretum gekk betur nú en oftast áður frá aldamótum og höfnuðu í 15. sæti.
  40. Þeir fengu þó engin dómnefndarstig frá Írlandi eða Möltu en gamla nýlendan Ástralía gaf Bretlandi fullt hús stiga!
  41. Douwe Bob frá Hollandi stal hugmyndinni frá Unnsteini Manúel frá í fyrra og mætti líka með hundinn til að tilkynna stigin!
  42. Auðvitað þekkjum við fótboltakenninguna um EM og hún átti við um laugardaginn: Árið 2004 vinnur Grikkland EM í fótbolta, ári síðar vinna Grikkir Júróvisjón. Í fyrra unnu Portúgalir EM og sigruðu svo í Júróvisjón í ár.
  43. Búlgarir toppa sig frá því í fyrra þegar Poli okkar lenti í 4. sæti. Þýðir það ekki að þeir hljóta að vinna á næsta ári?
  44. Síðan tungumálin voru gefin frjáls virðist lag á frummáli einungis sigra á árum sem enda á 7 (það er 2007 og 2017). Ætli séu 10 ár í næsta lag á frummáli?
  45. Áhugavert að síðustu tvö ár hefur þjóð unnið ári eftir að þær tóku sér ársfrí: Úkraína í fríi 2015 og vann 2016, Portúgal í fríi 2016 og vinnur í ár!
  46. Dásemd kvöldsins var auðvitað þegar systkinin sungu saman, ó þvílík stund!
  47. Þau skiptust líka svo fallega á – mætti halda að þetta hafi verið æft, sem það hefur klárlega ekki verið!
  48. Skilaboð Salvadors: „We live in a world of disposable music, fast-food music without any content, and I think this could be a victory for music with people that make music that actually means something. Music is not fireworks, music is feeling, so let’s try to change this – and bring music back, which is really what matters.“
  49. Sérstakt að kynnarnir þyrftu endilega að taka fram hversu opið og nútímalegt land Úkraína væri – svona ef einhver skyldi vera að efast eftir kosningu kvöldsins…
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fyrsta enska liðið til að afreka þetta

Arsenal fyrsta enska liðið til að afreka þetta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.