fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Brynjar léttist um meira en 50 kíló: „Mér leið aldrei vel þegar ég var feitur“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 16. maí 2017 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Freyr Heimisson segist hafa verið feitur allt sitt líf. Hann varð mest 148 kíló en með því að átta sig á samhengi næringarefna í mataræðinu tókst honum að koma sér niður í 95 kíló.

„Ég fæddist frekar þéttur, eins og börn eiga að vera, en það kom fljótlega í ljós að ég var með barna-astma. Ég var settur á steralyf sem gerðu það að verkum að ég fékk mikinn bjúg. Eftir það var í raun ekki aftur snúið, ég hef í raun verið feitur allt mitt líf. Ekki hjálpaði að á þessum tíma var fólk ekki að velta sér upp úr því hvaða matur fitar mann og hvaða matur ekki. Það var bara allt borðað og mikið af því.“

Á heimilinu voru 5 systkini og Brynjar segir að á matmálstímum hafi þurft að hafa sig allan við til að fá nægju sína. „Þannig fór ég að borða mjög hratt.“

Brynjar segist hafa verið lagður í einelti alla skólagönguna.

„Ég held að ég kunni alla fitubollubrandarana utan af. Það má segja að þetta hafi bætt gráu ofan á svart, ég fór að borða meira til þess að líða betur.“

Á yngri árum stundaði hann íþróttir af krafti og hefur oft byrjað í ræktinni en alltaf gefist upp. Hann segist hafa prófað nánast allt en aldrei hafa lagt í þá vinnu að kynna sér hvernig næring virkar. „Ég prófaði Herbalife, að borða minna, að fara í ræktina af fullum krafti og margt fleira. Ég hef prófað alla öfgana og enginn þeirra virkar.“

Þegar Brynjar fór að spá í hvernig kolvetni hann borðaði og auka neyslu prótína fóru hjólin loks að snúast.

„Það var ekki fyrr en ég fór á KETO (lágkolvetna mataræði) þegar ég áttaði mig á því hvernig kolvetni, prótein og fita virka í raun á mig. Ég var í KETO í 3 mánuði og missti á þeim tíma 15 kíló. Þarna var ég orðinn mjög brattur og fór að byrja að hreyfa mig aftur. Mætti í ræktina þrisvar sinnum í viku til að byrja með og var með prógramm frá vini mínum sem er einkaþjálfari. Þarna tók ég þá ákvörðun að hætta að vera feitur, að því tímibili væri lokið hjá mér og nýr og betri Brynjar væri á leiðinni.“

Brynjar segist þarna hafa áttað sig á því að það eru kolvetnin væru vandamálið, sérstaklega þessi fljótandi.

„Ávaxtasafar, sykraðir gosdrykkir og þessháttar vörur eru ekki í boði lengur hjá mér.“

Í dag standa málin þannig að Brynjar mætir ræktina 6 sinnum í viku og lyftir lóðum.

„Það virðist virka mjög vel fyrir mig að stækka vöðvana til þess að auka brennslustig líkamans. Núna í dag leyfi ég mér alveg að svindla og fæ bara ekkert samviskubit þegar ég dett í sveitta pizzu.“

Árið 2005 var Brynjar orðinn 148 kíló, en það var hámarkið – í dag er hann 95 kíló. 


Brynjar segir að ofþyngdin hafi oft hamlað honum í lífinu. „Á tímabili hélt ég að ég myndi aldrei finna ástina vegna þess hvernig ég leit út. Ég átti erfitt með að gera þessa einföldu hluti eins og að klæða mig í sokka og þess háttar smáræði. Svo má ekki gleyma því hversu mikið eineltið hafði áhrif á mig.“

Upp á síðkastið hefur umfjöllun um líkamsjákvæðni og líkamsvirðingu aukist í fjölmiðlum, en þó erum við ennþá nokkurn veginn ofurseld hugmyndinni um hinn „fullkomna líkama“. Á fólk ekki bara að fá að vera feitt ef það vill og líður vel þannig?

„Ég er mjög ánægður með það að fólk sé að vakna til lífsins hvað þetta varðar, fólk á að fá að vera eins og það vill vera. Hinsvegar finnst mér ekki rétt að segja „fólk á að fá að vera feitt ef það vill og líður vel“. Nú tala ég bara út frá minni reynslu, mér leið aldrei vel þegar ég var feitur, ekki líkamlega og ekki andlega.
Ég sé þetta svona: Ef þú ert í smá yfirvigt (10-15 kg) fínt, ekkert stress. Væntanlega líður þér vel og getur gert flesta hluti sem tengjast daglegu amstri.
 Hinsvegar ef við erum að tala um mikið meira en það þá er ansi líklegt að líkaminn þinn sé farinn að finna vel fyrir þessu hvort sem það eru eymsli eða aðrir kvillar. Þá þarf að fara að gera eitthvað, með þessu áframhaldi mun líftími skerðast og hvern langar að deyja í kringum 50 ára eða fyrr?“

Í sumar ætlar Brynjar að njóta þess að vera með strákunum sínum, Elíasi 9 ára og Viktori 4 ára. „Þeir eru nú aðal ástæðan fyrir því að ég tók mig á. Mig langar að upplifa eins mikið af þeirra lífi og ég get. Ég geri það ekki 150 kg eða meira liggjandi í kaldri gröf!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Móðir Mbappe fann strax gríðarlegan mun

Móðir Mbappe fann strax gríðarlegan mun
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Óhapp í háloftunum – Flugfreyja fékk óþægilegt verkefni

Óhapp í háloftunum – Flugfreyja fékk óþægilegt verkefni
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum vandræðagemsinn tekur mjög óvænt skref: Fann sér áhugavert áhugamál í einangrun – Stofnar nú fyrirtæki

Fyrrum vandræðagemsinn tekur mjög óvænt skref: Fann sér áhugavert áhugamál í einangrun – Stofnar nú fyrirtæki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.