fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Sérfræðingar Bleikt veðja á Ítalíu – „Vona að Portúgalinn veiti honum harða samkeppni!“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 12. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru vinkonur með áhuga á Júróvisjón keppninni sem verður að teljast yfir meðallagi mikill. Eyrún og Hildur eru konurnar á bak við margar greinarnar sem við á Bleikt höfum birt og tengjast keppninni.
Okkur fannst því viðeigandi að spyrja þær nokkurra spurninga og grennslast meðal annars fyrir um ástæður þessa yfirdrifna áhuga á Júróvisjón.

Eyrún Ellý og Hildur eru sannir Júróvisjón aðdáendur

Hvers vegna þetta áhugamál?

Eyrún: Vitur maður sagði einu sinni: „Ef þú ert orðin þreytt/ur á Júróvisjón, þá ertu orðin/n þreyttur á lífinu“ og ég kýs að lifa eftir því. Það er endalaus gleði, tónlist og saga sem fylgir þessari keppni og í henni kristallast eiginlega allt sem dægurmenning hefur upp á að bjóða.

Hildur: Fyrst var það showið og tónlistin en seinna varð þetta líka menningin og þessi samkoma flestra Evrópuþjóða á eitt svið. Það er eitthvað svo fallegt við Júróvisjon.

Er eitthvað í heiminum sem kemst með tærnar þar sem Júróvisjón hefur hælana?

Eyrún: Kannski fyrir utan fjölskylduna? Nei, ekkert áhugamál er á jafnstórum skala og Júróvisjón.

Hildur: Bara fjölskyldan!

Ertu með sönghæfileika?

Eyrún: Ég er ágætis raulari, söng í kór þegar ég var yngri en syng núna mest með börnunum mínum… Júróvisjón-lög!

Hildur: Ég luma á einhverjum en þeir fá bara að njóta sín í sturtunni og í kór.

Hefurðu farið á keppnina sjálfa?

Eyrún: Já, ég fór 2010 og 2013 og er alltaf á leiðinni út aftur, vonandi á næsta ári.

Hildur: Já ég fór fyrst 2010 og síðan 2011, 2013, 2014, 2016 og er núna í Kænugarði.

Hvernig verða úrslitin í ár?

Eyrún: Nokkuð ljóst að Ítalinn er sannarlega að fara að taka þetta, en ég vona að Portúgalinn veiti honum harða samkeppni!

Hildur: Ítalinn tekur þetta – enginn spurning!! Portúgal, Búlgaría, Svíþjóð og Moldóva verða ofarlega. Vona svo sannarlega að Belgía verði það líka.

Hvað með Belgíu sem við á Bleikt höldum með?

Eyrún: Ég hef haldið með Belgíu alveg þangað til að ég sá hana á sviði – dæmi um algjört flopp í sviðssetningu! En vonandi verður hún ekki mjög stressuð í lokakeppninni, blessunin, og þá á þetta sennilega eftir að ganga vel hjá henni.

Hildur: Ég elska belgíska lagið. Fyrst þegar ég hlustaði á það hlustaði ég 10 sinnum í röð og fékk gæsahúð í hvert skipti. Blanche olli þó vonbrigðum þegar hún byrjaði að æfa en hefur smám saman verið að koma til. Nú er bara spurning hvort það er nóg til að skila henni sæti ofarlega, en ég vona það svo sannarlega.

Hvaða atriði er flottast í ár?

Eyrún: Mjög mörg atriði eru látlaus í keppninni í ár og sviðsetningarnar bara einfaldar. Það á klárlega eftir að vinna með þeim atriðum sem leggja eitthvað í dansara og sviðsmyndina. En heildarpakkinn er rosalega flottur hjá til dæmis Ítalíu og Bretlandi.

Hildur: Það er látlaus sviðsetning hjá mörgum í ár og gimmikinn í lágmarki. Mér þykja strákanir í Sunstroke project með mjög skemmtilegt og hressandi atriði og svo verður vert að horfa á Svartfellinginn þó það fari kannski ekki í flokkin flottasta atriðið. Svo er Ítalinn náttúrlega ofurhress á sviðinu!

Mun eitthvað koma á óvart í keppni ársins?

Eyrún: Ég vona svo innilega að við fáum óvæntan sigurvegara – Ítalanum hefur verið spáð sigri frá upphafi og það er alltaf pínu boring þegar það er, þannig var það líka með Loreen og Rybak.

Hildur: Líklega mun það koma á óvart að lítið kemur á óvart!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.