Fyrri undankeppni Eurovision var að ljúka og því miður var Ísland ekki á meðal þeirra tíu landa sem komust áfram. Íslendingar fylgdust vel með keppninni ef marka má Twitter en þar voru netverjar duglegir að tjá skoðanir sínar um lögin og allt annað sem tengist útsendingunni. Það vakti ein auglýsing í kringum Eurovision gríðarlega mikla athygli og mikil tilfinningaleg viðbrögð. Auglýsing Icelandair um EM kvenna landsliðið í fótbolta fékk fólk til að gráta en hún snerist um mótlætið sem stúlkur og konur fá að finna fyrir í aðstæðum þar sem karlmenn og karlmennska ráða yfirleitt ríkjum og fá mestu athyglina. Auglýsingin snýst um stúlku sem langar að spila fótbolta en fær mikið mótlæti og sífellt verið að gefa í skyn að þarna eigi hún ekki heima. Hún lætur það þó ekki stoppa sig og heldur áfram að berjast á móti straumnum.
Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA
— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017
Þessi auglýsing hjá @Icelandair var gjörsamlega geggjuð! #12STIG
— Arnþór Ingi Kristins (@arnthoringi) May 9, 2017
Jesús þurfti að láta litlu Pálín sækja tissue eftir Icelandair auglýsinguna 😢😢#12stig
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) May 9, 2017
Icelandair auglýsingin var rétt í þessu að gefa mér kraftinn til að klára ritgerðina sem ég á að skila á morgun. Vá. #12stig
— bara eva (@evasigurdar) May 9, 2017
Ég man ekki eftir Icelandair auglýsingu sem hefur ekki fengið mig til að fara að grenja. 😭 #12stig
— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 9, 2017
Litla fótboltastelpuhjartað mitt grenjaði yfir þessari Icelandair auglýsingu #12stig
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 9, 2017
Ok, Icelandair náði mér í gæsahúð og gleðihroll. #12stig
— Fríða Rós (@fridavald) May 9, 2017
Ég missti alveg af laginu sem kom eftir þessa @Icelandair auglýsingu. Þurfti að spóla til baka og horfa aftur. Geggjað! #12stig
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) May 9, 2017
SVALA 🙌🏻 og þessi Icelandair auglýsing 👊🏻👊🏻 #12stig #girlpower
— anna gerður (@annagerdur) May 9, 2017
Já okei ég fór bara að gráta yfir @Icelandair auglýsingunni #12stig
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 9, 2017