fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025

Ofnbakaður þorskur í kókosmjólk með ferskum hvítlauk, engifer og túrmeriki

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 7. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljúffengur réttur sem inniheldur einnig paprikukrydd, kaffir límónulauf og brokkolí. Þetta er sáraeinföld eldamennska.

Hráefnalisti:

500gr ferksur þorskur
1 dós kókosmjólk
1 tsk turmeric
1 tsk paprikukrydd
1 tsk kaffir límónulauf (gott með, en má sleppa)
5 cm engifer, rifið
2 hvítlauksrif, fínsöxuð
safi úr 1/2 sítrónu
salt og pipar

Uppskriftin er passleg fyrir tvo.

Það þarf lítið að gera við þorskinn annað en að skola hann og þerra. Koma honum fyrir í fati, salta og pipra. Kókosmjólkinni er hellt yfir fiskinn, kryddum bætt útí ásamt fínsöxuðum hvítlauk og engiferi. Þessu er blandaðað saman ásamt brokkolíinu og komið fyrir í eldföstumóti. Ég er farin að venja mig á að skera allan hvítlaukinn í stað þess að pressa hann eftir að ég las „Kitchen Confidential“. En þar fullyrðir Anthony Bourdain að það sé ein að höfuðsyndum eldamennskunar að nota hvítlaukspressu. Ég veit ekki með ykkur en ég tek allavega mark á öllu sem hann segir, þannig ég sagði bara bless bless hvítlaukspressa.

Fatið er sett inn í miðjan heitan ofn með grillið á fullt, 180 gráður í 15-20 mínútur, eða þar til fiskurinn gefur frá sér vökva, fiskikraft, sem blandast kókosmjólkinni og brokkolíinu og eldhúsið fer að ilma. Gott er að kreista sítrónu yfir fiskinn þegar hann ný kominn úr ofninum.

Þennan rétt ber ég fram með kús kús eða kínóa og fersku einföldu „rustic“ salati; klettasalat, vel þroskaðir tómatar með skvettu af dökku balsamik vinagretta og feta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Scholes efast um þessi orð Sir Jim Ratcliffe

Scholes efast um þessi orð Sir Jim Ratcliffe
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Alfreð Finnbogason æfði með Breiðablik á Spáni

Alfreð Finnbogason æfði með Breiðablik á Spáni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Meintur gerandi Sofiu var í sambandi við þrjár aðrar konur – Braut á einni kynferðislega, tók aðra kverkataki og fékk peninga að „láni“ hjá þeirri þriðju

Meintur gerandi Sofiu var í sambandi við þrjár aðrar konur – Braut á einni kynferðislega, tók aðra kverkataki og fékk peninga að „láni“ hjá þeirri þriðju
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.