Hver man ekki eftir „Hvar er Valli?“ bókunum? Það var hægt að horfa á sömu blaðsíðuna í langan tíma í leita að Valla, stundum var maður nálægt því að missa vitið eða brjálast þegar Valli var hvergi sjáanlegur því hann var þarna einhvers staðar. Nú getur þú farið í eins konar „fullorðins hvar er Valli“ leik og þá meinum við fullorðins á þann hátt að leikurinn er „Hvar er gervilimurinn?“.
Nokkrir vinir byrjuðu með Instagram síðuna SubtleDildo þar sem þeir fela gervilim í alls konar hversdagslegum aðstæðum og fólk getur horft á myndirnar og leitað að gervilimnum. Maður mundi halda að það væri auðvelt að finna gervilim í venjulegum hversdagsaðstæðum en það er ótrúlegt hvað það getur verið lúmskt erfitt að taka eftir gervilimnum!
Svona lítur gervilimurinn út sem er falinn á myndunum:
Til þess að finna fleiri gervilimi kíktu á Instagram síðu SubtleDildo!