fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Fjóla fær fullnægingu of fljótt – „Svo er ég alveg búin“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 30. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl Ragga

Ég er alltaf að heyra og lesa um karlmenn sem fá það of fljótt og finnst þeir ekki duga nógu lengi í kynlífi. Ég er mikið búin að leita að upplýsingum um konur sem fá það of fljótt en finn ekki neitt.

Hér er kona á hraða!

Ástæðan er að ég þjáist sjálf af þessu óalgenga vandamáli, ég geri ráð fyrir að það sé óalgengt vegna þess að ég finn ekki nokkurn skapaðan hlut um þetta. Það eina sem ég hef heyrt um er að konur fái raðfullnægingar og geti fengið fullnægingu aftur og aftur og þess vegna sé allt í lagi að konur fái það snemma. En ég er ekki svona, ég fæ eina fullnægingu allt of snemma og svo er ég alveg búin.

Ég er gift og kynlífið er þokkalegt, ég á reyndar sjaldan frumkvæðið og það finnst manninum mínum miður. Þegar við byrjum að kela og snertast verð ég æst mjög hratt og oft fæ ég fullnæginguna áður en hann er kominn úr nærbuxunum. Eftir á verð ég mjög þreytt og uppgefin og líka mjög leið. Kannski er þessi leiði ástæðan fyrir því hversu sjaldan ég á frumkvæði að kynlífi.

Auðvitað er ég þakklát fyrir að geta fengið fullnægingu því ég veit að það eru mjög margar konur sem hafa aldrei fengið fullnægingu, en þetta plagar mig samt mjög mikið. Viltu hjálpa mér kæra Ragga?

Bestu kveðjur,

Fjóla

 

Kæra Fjóla

Ég held að þú hafir úr heilmiklu að moða. Þú ert greinilega mjög næm og kynferðislega lifandi kona og ég er sannfærð um að þú eigir eftir að geta snúið þessu algjörlega í þinn hag. Það væri til dæmis afskaplega skemmtilegt fyrir þig að læra að fá fleiri en eina fullnægingu – já það er hægt! Þennan hæfileika er hægt að þjálfa upp og það verður mun skemmtilegra fyrir þig en að leggjast á hliðina, leið og lúin.

Fullnæging þarf alls ekki að vera endapunkturinn á kynlífinu, það er kannski fyrsta mýtan sem gott væri að losna við úr hausnum. Það er vel hægt að halda áfram að njóta og njótast þrátt fyrir að annar aðilinn hafi fengið fullnægingu og þá gildir einu hvort fleiri fullnægingar fylgja á eftir eða ekki. Karlmenn sem fá það snemma segjast gjarnan vera algjörlega orkulausir eftir fullnæginguna, svipað og þú lýsir, en orkuna má endurheimta með breyttu hugarfari. Hjá karlmönnum má útskýra fyrirbærið með auknu flæði hormónsins prólaktíns strax eftir fullnægingu sem hreinlega svæfir þá í dálitla stund á eftir og gerir það að verkum að bíða verður í dálítinn tíma eftir að önnur umferð geti hafist.

Reyndu að hugsa um fullnæginguna sem hluta af nautninni en ekki hið eiginlega og eina takmark. Prófaðu að halda áfram og kela í rólegheitum þó svo að þú fáir fullnægingu snemma. Leiðbeindu manninum þínum svo að hann snerti þig eins og þér finnst gott á þessu stigi. Sjáðu hvert þetta leiðir og vertu opin fyrir því að nýir hlutir gerist… jafnvel að þú fáir aðra fullnægingu. Fyrsta stigið er að brjóta upp mynstrið sem þú virðist dálítið föst í. Spjallaðu líka við karlinn þinn og biddu um samstarf.

Ég vona svo sannarlega að þetta gangi vel hjá þér!

Kær kveðja,

Ragga


Birtist upphaflega í bókinni Kynlíf já, takk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.