fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Helga æfir sig í að drottna: „Ég veit að leikurinn æsir hann kynferðislega“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 29. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér barst skemmtileg frásögn frá konu sem nýlega fór að prófa sig áfram í drottnandi hlutverki í kynlífinu. Við skulum kalla hana Helgu. Helga á eiginmann, en er í opnu sambandi og stundar kynlíf og rómantíska samveru með öðrum mönnum líka. Að öðru leyti er hún ósköp venjuleg þriggja barna móðir í Kópavogi – stundar líkamsrækt í World Class, og bakar pönnukökur á sunnudögum. Fyrir Helgu snýst drottnunin um að finna eigin styrk og minna um hið kynferðislega. Helga hefur talsverða reynslu af valdaskiptum í kynlífi, en hefur fram að þessu aðallega verið í undirgefnu hlutverki. Hér lýsir hún reynslu sinni:

Ég var búin að eiga samskipti við Jóhann í nokkrar vikur áður en ég lét verða af því að hitta hann við þessar ákveðnu kringumstæður. Við kynntumst eins og hvaða vinir sem er, fórum saman í hádegismat, bíltúra og fengum okkur vínglas niðri í bæ. Ég fann að ég gat treyst honum, og líka að hann dáði mig í drasl. Það skiptir mig miklu máli. Hann er séntilmaður af gamla skólanum – alls ekki groddalegur eða uppáþrengjandi. Hann er kurteisin uppmáluð og ég finn að hann tekur undir og virðir allar mínar uppástungur og óskir.

Myndin tengist greininni ekki beint

Hann hlýðir

Ég finn hvernig ég vex sem drottnandi kona við að fá að vera í þessum karakter styttri stundir í nærveru undirgefins manns. Ég nýt þess að vita að ég geti smellt fingrum, sent honum textaskilaboð og hann mundi að öllum líkindum hlýða mér án þess að krefjast neins annars. Mér dettur ekki í hug að hæðast að honum og hans þörfum – niðurlæging er ekki hluti af okkar sambandi. Ég kann vel við að finna fyrir drottnunareiginleikum mínum, og nýt þess að séntilmaður eins og Jóhann líti á mig sem gyðju og óski einskis heitar en að fá að gera mér til geðs.

Ég var búin að ákveða hvaða mörk ég vildi hafa gagnvart Jóhanni og gera honum ljóst að samband okkar mundi snúast um leik og vináttu. Kynferðislega yrði leikurinn algjörlega einhliða. Hann samþykkti það án athugasemda.

Hælaskór og svartur kjóll

Kvöldið sem ég þigg heimboð til hans geri ég ráð fyrir að stoppa stutt. Hann lætur mig vita að hann ætli að hafa gangstéttina tandurhreina og snjólausa þegar ég kem keyrandi upp að húsinu. Það gefur mér jafnframt til kynna að hann muni kunna að meta að ég komi á hælum. Ég ákveð strax að ég vilji klæðast fötum sem gefa mér sjálfstraust – fallegum svörtum kjól, uppáhaldssvörtu hælaskónum mínum og varirnar eldrauðar. Ég bið hann að taka á móti mér með vínglasi.

„Nú hlýðir þú góði minn!“

Þegar ég mæti er ég sallaróleg. Ég finn að ég er sterk, og styrkist enn frekar við vitneskjuna um að hann muni ekki efast um mig, hæðast að mér, eða reyna að tækla mig andlega. Hér má ég vera ráðandi, og á að vera Gyðjan.

Kynþokkafull þjónusta

Jóhann tekur vel á móti mér klæddur því sem ég bað hann um að klæðast. Vínglasið tilbúið á bakka. Ég veit að hann vill fá að hlýða og uppfylla óskir mínar, svo ég vanda mig við að vera passlega kræf. Ég bið um alls kyns þjónustu sem keisaraynjur eða drottningar fá frá þjónustudrengjum sínum. Eftir klukkutíma dvöl er ég uppgefin. Það tekur virkilega á andlega að dvelja í þessu ráðandi hlutverki. Eflaust tekur leikurinn á hann líka, en ég er þess fullviss að hann njóti þess í botn að fá að þjóna mér.

Þegar ég fer er hann búinn að fá að þjóna mér á algjörlega ókynferðislegan en þó kynþokkafullan hátt. Ég veit að leikurinn æsir hann kynferðislega, en ég skipti mér ekki af því hvernig hann fær útrás eftir að ég er farin. Fyrir mig snýst leikurinn um mitt vald og minn styrk. Ég er ákaflega sátt við þessa fyrstu leikreynslu okkar og hlakka til að þiggja heimboð aftur. Þá held ég jafnvel að ég taki með mér svipu eða spaða!


Greinin birtist fyrst á Kynlífspressunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.