Framtíð tískunnar er mætt og hún virkar ansi sveitt. Topshop var að gefa út nýjar buxur en þetta eru engar venjulegar buxur. Þær eru alveg gegnsæjar plastbuxur og enginn er viss nákvæmlega af hverju.
Ég verð bara sveitt að horfa á þær! Meira að segja Topshop viðurkennir að buxurnar séu ekki beint hversdagsklæðnaður en segja að þær væru fullkomnar sem „statement piece“ á hátíðum eða búningapartí. Tískurisinn mælir með að „taka lúkkið alla leið með bikiní og palíettujakka eða klæða þær niður og vera í stórri peysu yfir.“ Báðir þessir möguleikar hljóma samt mjög rakakenndir.
Það er líka hægt að þvo buxurnar í þvottavél, sem er örugglega eitthvað sem maður hefur ekki áhyggjur af þegar maður er að kaupa buxur úr 100 prósent pólýúretan gerviefni, en það er samt sem áður plús.
Netverjar eru ekki svo vissir með tilganginn sem buxurnar þjóna og hafa tjáð áhyggjur sínar á Twitter.
is topshop trying to rip the pish😶 pic.twitter.com/wJ1Pnt65fc
— Erin (@ErinMcGuirk1) April 23, 2017
Finally !! topshop make a pair of jeans which won’t fade ! Phew pic.twitter.com/D9pokYXrke
— Luce (@lucywarne1) April 24, 2017
what the actual fuck is topshop playing at?? pic.twitter.com/6V0P2A0oDv
— mel (@melissalairdd) April 24, 2017
CLEAR PLASTIC JEANS ARE YOU FEELING OKAY TOPSHOP? pic.twitter.com/fRQcrhil70
— Angela (@theawkwardblog) April 21, 2017