fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Óvenjulegar pizzur íslenskra matgæðinga – Hvernig líst þér á skyr, reyktan lax og sellerí?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pizzur eru í uppáhaldi hjá mörgum, enda má segja að þar sé á ferð réttur sem hægt er að útbúa í óendanlega fjölbreyttum útgáfum. Þegar ég var lítil stelpa smakkaði ég pizzu í fyrsta sinn í sumarfríi í Svíþjóð hjá ættingjum – ég var þá 5 ára (já blaðakonan er svona gömul). Hornið opnaði svo árið 1979, og var þar með brautryðjandi í íslenskri pizzumenningu – en ég man líka eftir því að á Hjarðarhaganum þar sem Dominos er til húsa í dag var hægt að kaupa pizzur. Hvort það var fyrir eða eftir Horn skal ég ekki segja – en ég man eftir að hafa smakkað þar pizzu með skinku og ananas. Já ANANAS!

Á facebook leynist snilldarhópurinn S.U.M.A.R. – en skammstöfunin stendur fyrir Samtök um matseld annarra ríkja. Hópurinn er ansi virkur, en eins og nafnið gefur til kynna skiptist fólk þar á hugmyndum og ábendingum um framandi matseld. Enginn þorramatur sem sagt!

 

Nýverið kom upp þráður í hópnum þar sem rætt var um heimagerðar pizzur og hvaða samsetningar áleggs væru í uppáhaldi hjá S.U.M.A.R.-liðum.

Hér eru nokkrar æsispennandi og óvenjulegar hugmyndir sem komu upp í þræðinum:

Döðlu-rjómaostakombó ratar ósjaldan á pizzurnar hérna megin!

Hér sést butternut squash eins og lýst er hér að neðan.

Vítishiti í ofninn, baka botninn í 30-45 sek, taka út, snúa honum setja á botninn og aftur inn.
Alltaf alltaf sýru í sósuna, nema auðvitað um sé að ræða butternut squash + preserved lemon pizzuna. Þá fer bara parmesan beint á botninn, þunnt sneitt squash (skorið með flysjara) ofan á ásamt sneiðum af preserved lemon. Grillað þar til squash er orðið „charred“ (byrjað að brenna smá). Setjum ferska salvíu ofan á undir lokin, en hún brennur auðveldlega svo það borgar sig að gera það ekki of snemma. Tekið út og látið standa ögn. Svartur pipar og kannski salt. Og svo góð ólífuolía fyrir serveringu.

Heimilisklassíkin hjá okkur er að setja gulrætur í spjótum og þunnt skorinn hvítlauk ofan á og baka svo pizzurnar á stálplötu í flenniheitum ofni… m m mmmmm. Stálplöguna keypti ég á amazon í Bandaríkjunum þegar ég bjó þar. Það var hægt að fá fansí húðaðar, en ég keypti bara svart stál sem var búið að meðhöndla. Ég veit af nokkrum sem hafa farið í sindra og fengið 1/4 tommu afgang og youtubað síðan meðhöndlunina.

Sönnunargagn: Skyrpizzan!

Pönnupizzur. Trylltasta pizzan var með skyri, reyktum laxi og selleríi.Stutt útskýring: Botn hverskonar, að eigin vali. Hrærir saman skyri og sirka jöfnum hlutföllum af reyktum laxi og selleríbitum. Skellir á botninn, smá rifinn ost yfir (ekkert mikið endilega því skyrið er þarna líka..). Inn í ofn. Voilá!

Wow wow wow!

Þessi toppar hvítvíns-rehydrated harðfisk og rauð vínber, sem gerðist mjög seint um nótt!

Heimalöguð tómatsósa (sæt með smá chili bit) – havartí ostur – smá Bacon (helst frá Kjöt-pól, og alls ekki kurlað) – smá Höfðingi – heimalagað kimchi aioli sett yfir ostinn eftir á … best á súrdeigsbotni eða á þunnum stökkum botni.

Hér er önnur einföld og skothæld: Karmeliseraður rauðlaukur, túnfiskur í dós og rauð vínber!

„Once you go döðlur on pizza, you don’t go back!“
Ásamt kúrbíts-pepperoní, rauðlauk og sveppum – vegan og gott en er eflaust mjög djúsí með feitum bragðmiklum osti eða til dæmis kasjúkurli.

Það er kannski of augljóst – en ég geri auðvitað líka pizzur þar sem notast er við „hefðbundið“ áklæði en botninn er ýmist Zuccini eða tortillur – svona þegar ég er í stuði til að draga úr brauðmetinu.

Ég reyndi að gera mína pizzu með sultuðum lauk og butternut grasker mauki. Áleggið var frábært en pizzan var afleit. Er ég að hnoða þetta vitlaust? Hver eru rétt hlutföll? Hver er almennt besti hitinn og eldunartíminn? Ég alveg að raðklúðra pizzum og vil endilega bæta mig.

1. Gera mjög þunnan pizzubotn.
2. Smyrja með góðri ólívu olíu.
3. Inn í ofn í smá stund, rétt til að ylja henni.
4. Raða, þétt, örþunnum kartöflusneiðum (ég notaði ostaskera) yfir alla pizzuna.
5. Pensla með ólífuolíu.
6. Setja flott/gott salt og rósmarín (ferskt) ofan á. Sumir setja líka smá hvítlauk (ég sleppi því oftast – keep it simple stupid).
7. Inn í ofn.
8. Drizzle (fyrir vöntun á góðu íslensku orði) truffle olíu yfir. Hef kunnað betur við white truffle olíu.
9. Étið og njótið.

M m mmmmmmm ef þú ert í stuði, prufaðu smá cumin ofan á (þurrt eða ristuð og möluð fræ)!

 

Bleikt þakkar snillingunum á S.U.M.A.R. fyrir þessar frábæru hugmyndir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.