fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Kristín Hildur bjó til kerfi til að ráða við kvíðann – „TíuTíu kerfið hjálpaði mér að takast á við allar mínar hindranir og hræðslu“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Hildur er 26 ára gömul og glímir við kvíða sem hún rekur til taugaáfalls sem hún fékk í desember 2014 vegna mikils álags í vinnu og „að reyna að vera eins og allir vildu að ég væri“, eins og hún orðar það sjálf. Árið var henni einnig erfitt vegna dauðsfalla fólks sem henni þótti vænt um – hún fór í 5 jarðarfarið þetta árið.

Kristín Hildur hefur búið til kerfi sem hún notar til að lifa með kvíðanum. Við á Bleikt höfðum samband við hana og fengum leyfi til að birta kerfið hennar, sem hún kallar Tíu Tíu, ásamt frásögn hennar um lífið með kvíðanum:

Mig langar að segja ykkur frá kerfi sem ég hannaði fyrir sjálfa mig, útkoman úr þessu kerfi var eitthvað sem ég átti aldrei von á, ég trúði ekki að þetta litla kerfi myndi á nokkurn hátt hjálpa mér í mínum bata. Ég ákvað að prófa þetta með heilum hug eins og ég hef prófað allt annað. Það má segja að ég hafi sett mig í hálfgerða atferlismeðferð hjá sjálfri mér.

Daginn sem ég fékk taugaáfallið var mér skutlað um leið á bráðamóttöku geðdeildar þar sem ég fékk engin svör eða ráðleggingar, bara lyf.

Margt og mikið hefur gerst síðan þá, ég hef misst fleiri sem hafa tekið sitt eigið líf og ég reyndi að taka mitt eigið líf 30. mars 2016 en mér var bjargað. Ég er heppin og hugsa um það á hverjum einasta degi. Ef sjúkrabíllinn hefði komið 10 mínútum seinna væri ég dáin.

Eftir öll þessi áföll og svo mörg önnur ákvað ég að taka í taumana sjálf. Ég vildi taka líf mitt til endurskoðunnar því að svona vildi ég ekki lifa. Ég veit að mér er ætlað eitthvað miklu meira en að deyja 25 ára. Hvað var mér ætlað að gera? Það veit ég ekkert um en það kemur í ljós.

Ég hef hitt fullt af alls konar fræðingum sem vildu bara dæla í mig einhverjum lyfjum og ef ég fann engan mun þá var mér sagt að taka meira… aftur og aftur og aftur. Ég hlýddi mínum læknum en fann svo að lyfin létu mér líða verr, ég var eins og uppvakningur á hverjum degi alla daga, ég gat varla farið í sturtu. Ég ældi, borðaði ekki neitt í langan tíma – og vá hvað ég var orðin hrædd. Svo kom sá dagur að ég ákvað að hætta á öllum þessum lyfjum, þau hentuðu mér ekki en virka örugglega fyrir einhverja aðra.

Eftir að ég hætti á lyfjunum þá vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera á meðan ég beið eftir næstu hjálp, sem í mínu tilfelli var starfsendurhæfing hjá Virk. Þannig að ég tók málin í mínar eigin hendur og bjó til TíuTíu kerfið mitt.

TíuTíu kerfið virkar þannig að þú skrifar niður 10 atriði sem valda þér kvíða eins og til dæmis að fara í Bónus, sund eða í heimsóknir. Tíu atriði sem þú þarft að gera tíu sinnum til þess að fá 100 stig, nauðsynlegt er að hafa gulrót til þess að elta því það drífur mann áfram. Ég til dæmis var komin langa leið í þessu kerfi og bókaði flug til Calpe, á Spáni og var þar alein í 8 daga og upplifði aldrei kvíða eða þunglyndi. Eftir að hafa unnið heiðarlega í TíuTíu kerfinu var ég tilbúin að stökkva út í djúpu laugina, fyrir þremur mánuðum síðan gat ég ekki einu sinni farið í Bónus. TíuTíu kerfið hjálpaði mér að takast á við allar mínar hindranir og hræðslu. Stundum var erfitt að safna stigum en ég vissi að þegar það væri búið þá væru mér allir vegir færir.

Ég er ekki að segja að TíuTíu kerfið bjargi þér, en það bjargaði mér og ég mæli með því að þú prófir það lesandi góður ef þú glímir við geðræna erfiðleika. 1 stigið í þínu kerfi getur gert svo mikið, maður fyllist af von og trú um að allt verði í lagi.

Ég hef talað um þetta kerfi við sálfræðing sem bað mig um leyfi til þess að fá að tala um það á fundi og ég hef verið beðin um að tala um kerfið í samtökum sem heita Út á þjóðveg. Ég trúi því að allir sem vilja ná bata prófi þetta kerfi og upplifi það sama og ég, frelsi, sjálfstraust og drifkraft.

Gefðu þér tíma til þess að gera þetta, það skiptir ekki máli hveru lengi þú ert að þessu, endaspretturinn er alltaf sá sami.

Með greininni fylgir mín útgáfa af kerfinu sem þið getið breytt eins og ykkur hentar.

Gangi ykkur vel,
Kristín Hildur Pálsdóttir

TíuTíu kerfið – 
Leiðbeiningar

Tilgangur kerfisins er að hafa áhrif á daglegt líf fólks með geðræna sjúkdóma. Hræðsla við að fara út meðal almennings getur orðið það mikil að fólk einfaldlega hættir að fara út. Þá kemur TíuTíu kerfið til sögunnar.
Þú velur þér 10 atriði/aðstæður sem hræða þig eða fylla þig af óöryggi, eitthvað sem þú hefur lengi forðast eða vilt alls ekki gera. Það er ekkert verra en að vera fastur í sinni eigin loftbólu með ekkert frelsi. Það eiga eftir að koma upp erfiðar aðstæður hvar sem er og hvenær sem er og þá er gott að vera búinn að komast yfir hræðsluþröskuldinn.
Hér fyrir neðan er dæmi um kerfi. Það eina sem þú þarft að gera er að breyta rauðu orðunum í eitthvað sem hræðir þig og þú vilt sigrast á. Í hvert einasta skipti sem þú nærð að gera eitt atriði færðu 1 stig og gerir X í viðeigandi dálk. Svo safnaru stigum og trúðu mér hvert einasta stig mun skipta þig máli, það er sigur. Þessi 10 atriði þarf að framkvæma 10 sinnum sem undir lokin gera 100 stig og þá skaltu verðlauna sjálfa/n þig.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband við mig í gegnum facebook og ditna91@gmail.com
Kristín Hildur Pálsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flottur sigur í Póllandi tryggði stelpunum ekki fyrsta sætið

Flottur sigur í Póllandi tryggði stelpunum ekki fyrsta sætið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.