fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025

Er hjólið þitt rykfallið í hjólageymslunni?

doktor.is
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í flestum hjólageymslum úir og grúir af hjólum sem hafa ekki verið hreyfð svo árum skiptir. Er þitt hjól þar á meðal? Þó sumarhitinn sé ekki mikið farinn að láta á sér kræla er ekkert sem stoppar okkur í að taka fram hjólið. Um leið og við erum búin að hjóla nokkur hundruð metra er hitinn kominn í kroppinn. Við höfum fáar afsakanir nú þegar engin hálka er á gang- og hjólastígum. Nú er bara að pumpa í dekkin, smyrja keðjuna og drífa sig af stað.

Mynd/Getty

Að hjóla í vinnuna er mjög góð hreyfing. “Ég hef engan tíma til að hjóla í vinnuna, það tekur hátt í klukkutíma”. Þú þarft jú að leggja fyrr af stað í vinnu en kemur miklu hressari á staðinn. Önnur afsökun getur verið sú að þú svitnir við hreyfinguna og vilt ekki vera angandi í vinnunni. Sumir vinnustaðir státa sig af því að hafa sturtu á staðnum en annars er bara um að gera að hjóla bara rólega til að svitna sem minnst. Svo er bara að hafa aukaföt í töskunni. Mjög margir búa í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá vinnustað sínum. Fyrir það fólk er kjörið að nota þessa góðu hreyfingu og þó að það sé jafnvel lengra.

Lengi hefur verið kvartað yfir lélegum samgöngum fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík og nágrenni og örugglega víðar um land. Nýlega var haldin ráðstefna um hvað betur má fara og hvernig hægt er að bæta samgöngur fyrir hjólreiðafólk og munum við vonandi sjá árangur af því starfi fljótlega. Töluvert hefur verið gert á undanförnum misserum til að bæta aðstæður fyrir hjólreiðafólk en margt má auðvitað miklu betur fara. Það þýðir samt ekki að sitja heima og bíða eftir því að það verði komnir hjólastígar um alla borg. Þangað til verðum við að nota göngustígana og fara varlega.

Mynd/Getty

Með því að nota hjólið í stað þess að fara í leikfimi eftir vinnu ertu að spara tíma. Þú ert jú lengur að hjóla heldur en að fara á bílnum en sleppir þá við þann tíma sem tekið hefði að fara í leikfimi. Einnig er gott að blanda þessu saman. Nota hjólið suma daga og stunda aðra hreyfingu hina dagana. Það er einhvern veginn skemmtilegra að nota sumarið og hreyfa sig úti frekar enn að vera inni í leikfimissalnum.

Hjólið sparar ekki bara tíma heldur líka pening. Með því að geyma bílinn heima sparast jú bensínið. Hvernig væri að byrja að minnsta kosti á því að hjóla í vinnuna tvisvar í viku.

Það er erfitt fyrst að drífa sig af stað en eftir nokkur skipti er þetta orðið sjálfsagt mál og maður skilur ekkert í því hvers vegna maður byrjaði ekki fyrr.

Höf: Alma María Rögnvaldsdóttir, Hjúkrunarfræðingur

Greinin birtist á vefnum Íslenskt.is  og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einn þeirra tíu efstu á lista FBI hefur verið handtekinn

Einn þeirra tíu efstu á lista FBI hefur verið handtekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfest að hann fari frítt frá United í sumar

Staðfest að hann fari frítt frá United í sumar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Enn fjölgar í hópi grunaðra í morðrannsókninni á Suðurlandi

Enn fjölgar í hópi grunaðra í morðrannsókninni á Suðurlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal og Bayern á eftir hinum afar spennandi leikmanni

Arsenal og Bayern á eftir hinum afar spennandi leikmanni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.