fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Beta Reynis: „Auðvitað brá mér við að heyra að hún hefði ætlað að sækja byssuna“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skjólstæðingar mínir verða oft hissa á því hvað ég spyr mikið og hvað ég gref langt aftur í fortíðina,“ þetta segir Elísabet Reynisdóttir, næringarþerapisti og næringarfræðingur, en hún hefur getið sér gott orð fyrir að hjálpa fólki með ýmiss konar vandamál með breytingum á matarvenjum og næringu.

Ein þeirra sem hefur leitað til Betu, eins og hún er alltaf kölluð, er Heiða fjallabóndi – en hún sagði einmitt frá því í bókinni um hana sem kom út fyrir síðustu jól. Heiða hafði barist við mikla vanlíðan og verki. Í bókinni segir Heiða: „Mér var alls staðar illt, ég var alltaf þreytt. Þetta átti eftir að versna stöðugt í rúm tvö ár eða þar til í janúarlok 2011. Þá var ástandið orðið svo slæmt að ég átti ekkert eftir nema að ná í byssuna og það hefði ég að öllum líkindum gert, ef Ásta systir hefði ekki bent mér á að fara til konu í Hveragerði sem er næringarþerapisti og heitir Elísabet Reynisdóttir.“

Bókin um Heiðu fjallabónda eftir Steinunni Sigurðardóttir kom út hjá Bjarti bókaforlagi fyrir jólin 2016.

Það sem bjátaði á hjá Heiðu var notkun hennar á getnaðarvarnarlyfinu Depo-Provera, sem er sprautað í vöðva á þriggja mánaða fresti.
Heiða hafði hríðhorast og var hreinlega að gefast upp. Hún var búin að leita til lækna ítrekað, en allt kom fyrir ekki.
Svona lýsir hún heimsókninni til Betu: „Hún var ekki búin að rekja úr mér garnirnar nema í kortér þegar hún var búin að fatta hvað vandamálið var. Ég þoldi alls ekki þessar risa hormónainndælingar og þær voru bókstaflega að drepa mig.“ Á næstu mánuðum endurheimti Heiða fyrra hreysti og kraft og gekk Hornstrandir í júlí.
Í bókinni segist Heiða vilja segja þessa sögu ef ske kynni að einhvers staðar sé önnur kona með óútskýrð einkenni af þessu tagi, og eins og hún segir: „bókstaflega grátandi utan í læknum sem gæfu henni bara meiri lyf og bæklinga um vefjagigt.“

Okkur á Bleikt fannst þessi kafli í bókinni hennar Heiðu stórmerkilegur – enda fjölmargar konur á hormónagetnaðarvörnum og aukaverkanir oft miklar.

Ég ákvað að mæla mér mót við Betu á kaffi húsi í miðborginni. Beta segir mér að hún hafi ekki haft hugmynd um að hennar væri getið í bókinni fyrr en vinkona benti henni á það.

„Það sem ég get sagt er Heiða fjallabóndi kom til mín í Hveragerði – hún orðar þetta í bókinni og annað get ég ekki sagt nema það sem stendur þar því auðvitað er ég bundin trúnaði. Auðvitað brá mér við að heyra að hún hefði ætlað að sækja byssuna. Ástæðan fyrir því að ég gat séð hvað var að hjá henni er að ég nota innsæið og vil vita allt varðandi söguna og lífsferlið til að finna út mögulega skekkju í heilsufari. Skekkjan getur verið vegna lyfjatöku, skyndilegra veikinda eða áfalla í lífinu, jafnvel mörgum árum áður en líkaminn segir stopp. Stress og ósætti getur haft gríðarleg áhrif á næringu og því verða skjólstæðingarnir mínir oft hissa hversu mikið ég spyr og vil vita en oftast er svarið í sögunni og þá er hægt að vinna með lausnirnar.“

Háskólaprófið sem vantaði

Beta lærði næringarþerapíu í Danmörku, en eftir það flutti hún til Hveragerðis og reyndi að fá vinnu á Heilsustofnun NLFÍ.

„Mér var hafnað vegna þess að ég flaggaði ekki háskólaprófi – í gríðarlegu þrjóskukasti skráði ég mig í HÍ í næringarfræði og hugsagði að ég mundi þá bara ná mér í prófið sem þyrfti. Ég varð fúl við starfandi næringarfræðing stofnunarinnar þá og hugsaði mér að hún skyldi bara bíða og sjá – síðan man ég varla eftir þessu kasti mínu nema þegar ég sé spaugulegu hliðina að klára 5 ára erfitt háskólanám af því ég varð þrjósk og fór í fýlu.“

Beta starfaði því stutt sem næringarþerapisti áður en hún skellti sér í námið í Háskóla Íslands. „Ég varð heilluð af náminu og tókst þetta þótt að aðstæður væru erfiðar. Ég var með fjölskyldu og bjó í Hveragerði og einnig var ég að kljást við að ná mér uppúr erfiðum veikindum. Ég fann strax að ég mín reynsla var önnur en hinna nemendanna því ég var búin að læra óhefðbundna næringarfræði – ég held að það hafi gert mér mjög gott. Í HÍ lærði ég það sem ekki hafði verið kennt í Danmörku og svo öfugt.“

Heildræn ráðgjöf

Ég er forvitin um ráðgjöfina og bið Betu að segja mér nánar frá henni.

„Í ráðgjöfinni blanda ég þekkingu minni sem næringarþerapisti og -fræðingur. Þannig nálgast ég vandamálin með heildrænni sýn. Mér finnst gott að nota innsæið og fyrstu tímarnir fara oft bara í sögu einstaklingsins áður en næring eða nokkur plön eru rædd. Ég tel mikilvægt að hlusta á hvað skjólstæðingurinn minn segir og finna þannig út hvað er að í heilsufarinu sem mögulega væri hægt að laga með næringu eða finna aðrar ástæður og reyna að vinna í lausnum. Ég trúi því að hægt sé að finna lausnir við öllum heilsubrestum, og ef ég get ekki hjálpað þá er mikilvægt að hafa góða samvinnu við aðra fagaðila sem mögulega geta gert það.“


„Já ég er öðruvísi næringarfræðingur“ segir Beta og útskýrir heildrænu nálgunina dálítið betur fyrir mér.

„Mér finnst nauðsynlegt að að taka á öllum þáttum eins og geðræktinni og hamingjunni til að kerfið okkar virki rétt. Einu sinni í náminu var ég spurð af kennara – hvort að ég teldi að kærleikur væri mikilvægur í starfi næringarfræðings? Svar mitt við því er játandi – í það minnsta að vissu marki. Ég vinn út frá því að hver og einn einstaklingur skipti máli og finnst mikilvægt að aðstoða fólk við að finna leið til að láta sér líða vel og virka í daglega lífinu – næring er risastór þáttur þar og getur skipt sköpum til að ná heilbrigðum líkama og þar af leiðandi hafa orku og næringu til að huga að öðrum þáttum eins og hreyfingu og andlegri vellíðan.“

Samvinnan mikilvæg

Beta leggur mikið upp úr samvinnu við skjólstæðinga sína.

„Það er mikilvægt að þeir sem koma til mín átti sig á því að einn tími gerir voða lítið – ég vil að fólk komi í nokkur skipti og það er ekkert sem ég get gert ef einstaklingurinn er ekki tilbúin sjálfur að vinna í sér og vinna með mér að tillögum til úrbóta.“

Boð og bönn varðandi næringu eiga ekki upp á pallborðið hjá Betur, heldur leggur hún meiri áherslu á hvaða líðan maturinn framkallar og hvernig við njótum hans.

„Best væri að ráðleggingar Landlæknisembættisins ættu við okkur öll. Viðmiðin eru ágæt, en því miður ekki á allra færi að fara eftir. Við verðum að virða þá getu og þá löngun sem einstaklingur hefur til að breyta – sumir vilja bara breyta litlu og kjósa ráðgjöf til hjálpar – aðrir vilja taka inn bætiefni og ég tel mikilvægt að fylgja þeirra óskum og vinna með þeim og geta þá frætt og leiðbeint eins vel og ég get. Það er ekki hægt að láta eitt yfir alla ganga þegar kemur að næringu.“

Beta er enginn aðdáandi forræðishyggju og skipana, og segist vera algjörlega vonlaus sjálf ef hún lendir í þannig aðstæðum. Í mastersverkefni sínu þróaði hún aðferð í ráðgjöf sem hún kallar jákvæða næringarfræði.

„Aðferðin byggist á valdeflingu – að skjólstæðingurinn sjálfur beri í raun ábyrgð á meðferðinni og upplifi sig við völd. Meðferðaraðilinn er til staðar til að leiðbeina og aðstoða hann við að finna út hverju þarf að breyta.“

Komin í Sporthúsið

Í mars byrjaði Beta með ráðgjöf hjá sjúkraþjálfurum í Sporthúsinu, ásamt Sporthúsinu sjálfu og kírópraktor-stöðinni sem þar er rekin. Beta er spennt fyrir nýja staðnum.

„Ég er þarna til húsa með frábærum fagaðilum sem auka möguleika mína til að gera góða ráðgjöf ennþá betri, og ég hlakka til að vinna með þeim í framtíðinni og vera í jákvæðu orkunni sem er í Sporthúsinu.“

Það er greinilegt að Beta er á réttri hillu sem næringarfræðingur og veit sínu viti. Eftir viðtalið bauðst hún til að keyra mig heim og það var frekar spaugilegt að það tók okkur hálftíma að finna bílinn því hún gat ómögulega munað hvar hún lagði honum – við hlógum allan tímann á meðan við leituðum á götum miðbæjarins. Jákvæðni og gleði sátu eftir í mér þegar leiðir okkar skildu og komst að því að líklega er það rétt sem Beta segir:

„Við getum lent í allskonar í lífinu – það er ekki spurning í hverjum við lendum heldur hvernig við vinnum okkur út úr því og enginn er heilagur og við erum allskonar.“

Að týna bílnum og rölta um miðbæinn og spjalla og hlæja meira var því bónus eftir skemmtilegra kaffidrykkju og spjalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.