Sumir segja það líklegra með hverjum deginum að þriðja heimsstyrjöldin fari að bresta á og notkun kjarnorkuvopna verði stór hluti af henni. Fyrir Bandaríkjamenn er þetta mikið áhyggjuefni þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið að ögra Norður Kóreu og Norður Kórea á móti. En þeir allra ríkustu þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, því það er hægt að kaupa lúxus neðanjarðarbyrgi fyrir í kringum 188 milljónir króna, og bústaðurinn á að þola kjarnorkuvopn.
Rýmið er staðsett í Savannah, Georgíu, og er í kringum fimm þúsund fermetrar, með mjög þykka veggi, loftkerfi ásamt mörgu öðru. Byrgið var fyrst byggt árið 1969 en var svo endurgert 2012. Það eru fjórar íbúðir í byrginu, og hver íbúð er með eldhús, borðstofu, tvö svefnherbergi, stofu og baðherbergi.