fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Vissir þú að kynsegin dagurinn er í dag?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bóndadagur og konudagur hafa verið haldnir hátíðlegir síðan um miðja 19. öld með svipuðum hætti og við þekkjum í dag. Áður tíðkaðist jafnvel að halda upp á yngismeyja- og yngissveinadag á sama hátt, en allir þessir dagar tengdust gamla dagatalinu okkar og var því breytilegt hvaða dag ársins þá bar upp miðað við okkar tímatal.“

Þetta segir í tilkynningu sem birt var á heimasíðu Kynsegin Ísland og Trans Ísland í dag en síðustu tvö ár hafa samtökin haldið hátíðlegan kynsegindag, en hann er viðbót við bónda- og konudag og er nú haldinn síðasta dag einmánuðar, eða síðasta vetrardag.

Með því að halda upp á þennan dag vonumst við til þess að hefð skapist fyrir því að bjóða kynsegin ástvinum mat, blóm eða annað fallegt og að sú hefð verði jafn sjálfsögð og hefðir konu- og bóndadagsins.

En hvers vegna er þörf á nýjum degi?

Á síðustu árum hefur kynsegin fólk loksins eignast orð til að lýsa því hvernig það upplifir sig. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að þessi hópur hafi ekki verið til áður, heldur eingöngu að hann átti engin orð til að tala um sig og var þess vegna ósýnilegur. Í dag er tilvist kynsegin fólks loksins komin fram á sjónarsviðið og kynsegin einstaklingar geta nú talað um kynvitund og kyngervi sitt eins og það er, án þess að þurfa að sætta sig við það að rangkynja sjálft sig til þess eins að fá að vera með í samfélaginu.

Ný persónufornöfn eins og hán, hín og hé hafa rutt sér rúms í tungumálinu og slík viðbót er gríðarlega mikilvæg til að skapa rými fyrir fólk sem tilheyrir ekki einungis kvenkyni eða karlkyni. Betur má þó ef duga skal og þess vegna viljum við bæta kynsegindeginum við þessa gömlu hefð. Þegar tungumálið og hefðirnar hafa samþykkt kynsegin fólk sem eðlilegan hluta samfélagsins mun það auðvelda öðrum að samþykkja kynsegin fólk. Með þessu móti getum við gert samfélag okkar opnara og gert það að verkum að hópur fólks mun ekki finna fyrir þörf til að bæla mikilvægan hluta af sjálfu sér til að falla í hópinn.

Gleðilegan kynsegindag!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn

Óskar hvetur fólk til að hafa ekki hamborgarhrygg á jólunum – Minnst viðeigandi jólamaturinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrða að Liverpool hafi rætt við umboðsmann Salah í mánuð – Mikill munur á kröfum og því sem Liverpool vill borga

Fullyrða að Liverpool hafi rætt við umboðsmann Salah í mánuð – Mikill munur á kröfum og því sem Liverpool vill borga
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum