Það sem mér finnst langskemmtilegast við bakstur er að það er allt hægt – eins og til dæmis að búa til svona súper sætar páskakökur sem minna helst á gulrótarbeð. Páskakanínan þarf jú eitthvað að borða, ekki satt?
Þessar kökur slógu í gegn hjá heimilisfólkinu mínu enda hefur fólkið mitt gaman að svona ævintýralegum tilraunum og að láta koma sér á óvart. Svo finnst mér líka svo æðislegt að föndra eitthvað svona sniðugt með handþeytarann að vopni.
Þessar kökur eru einstaklega einfaldar en taka smá tíma þar sem það þarf að súkkulaðihúða jarðarberin og leyfa súkkulaðinu að storkna og svona. En ef þið ætlið að bjóða í mat um páskana, mæli ég með þessum eftirrétt. Þið getið bókað að gestirnir ykkar verða steinhissa!
Ef þið nennið ekki að baka bollaköku fyrir hvern og einn og nostra við þær þá er líka til einfaldari lausn. Þið getið einfaldlega búið til eina, stóra köku, búið til nokkrar holur í kökuna og troðið “gulrótunum” ofan í. Þá lítur kakan út eins og moldarbeð, stútfullt af gulrótum. Og á einhvern undarlegan hátt finnst mér það rosalega girnilegt. Er ég skrýtin?
jarðarber
appelsínugult súkkulaði(eða hvítt súkkulaði litað appelsínugult)
3/4bolli Kornax-hveiti
3/4bolli sykur
1/3bolli kakó
1tsk lyftiduft
1/2tsk matarsódi
1/2tsk salt
1/8bolli olía
1/3bolli sýrður rjómi
2msk mjólk
1/3bolli sjóðandi heitt vatn
1 Nesbú-egg
1tsk vanilludropar
100g mjúkt smjör
200g flórsykur
75g dökkt súkkulaði(brætt)
2-3msk kakó
1tsk vanilludropar
nokkur Oreo-kex