„Tahini brúnkurnar eru í mjög miklu uppáhaldi hjá okkur. Þetta eru ekki dísætar bombur, bara svona passlega svakalega góðar brúnkur … Sesamkeimurinn blandast ríkulegu súkkulaðibragðinu sérlega vel. Og þegar við bítum í kökurnar er áferðin svona örlítið klístruð og seig en á sama tíma mjúk og dásamleg,“ kemur fram á bloggsíðu Mæðgnanna. Hérna er ljúffeng uppskrift að Tahini brúnkum og til að lesa alla færsluna í heild sinni frá Mæðgunum kíktu hér.
Einhverjum gæti þótt tahini of bragðmikið, þá er um að gera að skipta því út fyrir möndlusmjör, sem er mun mildara og hlutlausara á bragðið.
1 krukka tahini (1 bolli)
2 bollar kókospálmasykur
2/3 bolli möndlumjólk
2 msk kókosolía
2 tsk vanilla
2 ½ bollar haframjöl, malað fínt í mjöl (í kryddkvörn eða matvinnsluvél)
¾ b kakóduft
1 msk vínsteinslyftiduft
½ b ristaðar og saxaðar heslihnetur