fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Samstarfsfólk stúlku sem var kynferðislega áreitt af yfirmanninum hélt partý til að niðurlægja hana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. apríl 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Emily Houser var 16 ára vann hún á Chili veitingastað í Whitehall, Pennsylvaniu, þangað til fyrir viku síðan. Hún er núna 18 ára. Aðeins nokkrum dögum eftir að hún byrjaði að vinna á staðnum byrjaði nýr yfirmaður, Josh Davidson, sem þá var 24 ára. Emily segir að fljótlega hafi David veitt henni áhuga. Hann áreitti hana kynferðislega í tvö ár og reyndi síendurtekið að hefja samband við hana.

Emily Houser

„Nýi yfirmaðurinn veitti mér sérstaka athygli og byrjaði að þvinga mig til að fara á stefnumót með honum,“

sagði Emily við BuzzFeed News. „Hann mætti bara heim til mín óboðinn og sagðist vera úti og ég þyrfti að fara með honum.“

Yfir tveggja ára tímabil gaf hann henni gjafir, pening, blóm og kort, hluti sem hún, að eigin sögn, vildi ekki og reyndi að afþakka. „Þetta lét mér líða rosalega óþægilega því ég var ekki viss við hverju hann bjóst af mér í skiptum fyrir þessar gjafir.“ Hlutirnir versnuðu þegar hún varð 18 ára þann 26. apríl í fyrra.

„Á 18 ára afmælisdeginum mínum mætti hann á bílaplanið hjá skólanum mínum og eiginlega henti í mig fullt af gjöfum og bað mig formlega um að vera kærastan hans fyrir framan fullt af fólki. Ég sagði nei, og hann svaraði mér mjög merkilegur með sig, að honum væri sama ef hann myndi vera rekinn ef við værum saman. Honum var sama um að missa vinnuna því hann vildi bara vera með mér.“

Emily segir að Josh hafi haldið áfram að eltast við hana í marga mánuði og mætti nokkrum sinnum heim til hennar um miðja nótt.

„Í ágúst, síðasta skipti sem hann kom heim til mín, um hálf þrjú um nóttina gaf hann mér kort með hundrað dollurum, sem ég lét hann fá til baka og eiginlega sagði honum að hætta því ég hafði svo augljóslega engan áhuga á honum og vildi ekki vera með honum.“

Eftir þetta byrjaði Josh að vera mjög skrýtinn og dónalegur við hana í vinnunni. Hún lét þetta fram hjá sér fara og gerði ekki neitt í smá tíma.

„En síðan byrjaði hann að veita annarri ungri stúlku athygli. Það var þá sem ég ákvað að gera eitthvað í þessu og tilkynna hann, því jafnvel þó ég losnaði úr aðstæðunum, þá veit ég ekki hvernig öðrum ungum stúlkum myndi líða í svona aðstæðum.“

Þegar þarna var komið sagði Emily upp með tveggja vikna uppsagnarfresti og hafði samband við höfuðstöðvar Chili‘s. Þeir rannsökuðu málið og færðu Josh á annan stað frekar en að reka hann. Þarsíðasta sunnudag var síðasti dagurinn hans og héldu nokkrir samstarfsmenn þeirra „Fuck Emily Houser“ partý til að styðja Josh.

Annar yfirmaður var einnig á staðnum þegar þetta svokallaða partý var haldið og hló hann ásamt Josh meðan þeir skáru kökuna með öllum. Einn starfsmaðurinn setti mynd af kökunni á Instagram sem stóð á „Fuck Emily Houser.“ Nokkrir skrifuðu „#TeamJosh“ undir myndina.

Þegar Emily sá færsluna á Instagram varð hún fyrst dofin, sérstaklega þar sem hún leit á fyrrum samstarfsmenn sína sem bestu vini sína.

„Ég veit ekki hvernig mér á að líða, nema ég fann eiginlega ekki neitt. Og síðan byrjaði ég að gráta, því ég hafði sætt mig við þá staðreynd að ég kallaði þetta fólk vini mína og elskaði þau og þótti vænt um þau, og ég hef ekki hugmynd af hverju þau gerðu mér þetta.“

Emily hefur ekki heyrt neitt frá þeim síðan partýið var haldið. „Ég vildi óska þess að ég fengi ástæðu fyrir að þau gerðu þetta, annað en þau vildu ekki sjá hann fara.“

Það er búið að eyða Instagram aðgangi starfsmannsins sem deildi myndinni og þeirra sem skrifuðu undir myndina. Það er ekki víst hvort þau gerðu það af sjálfsdáðum eða að aðgangurinn var tilkynntur of oft. Emily hefur fengið mikinn stuðning víðs vegar frá. Nú vonar hún að fyrrum samstarfsmenn hennar átti sig á hversu meiðandi hegðun þeirra gagnvart henni var.

„Ég vil bara að þau hætti, fólk fremur sjálfsmorð vegna svona hluta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvernig tókst United að sannfæra Yoro? – Tilboð Real Madrid sagt miklu lægra

Hvernig tókst United að sannfæra Yoro? – Tilboð Real Madrid sagt miklu lægra
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yamal í fótspor Messi

Yamal í fótspor Messi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.