fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Anna vill vekja foreldra til umhugsunar – „Þetta tiltekna vandamál er mjög viðkvæmt, falið í samfélaginu og erfitt að takast á við“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 7. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með það markmið í huga að sem flestir lesi alla greinina og vonandi opna augu sem flestra reyndi ég að halda lengdinni í lágmarki. Tek ég því einungis fram aðalatriði og legg áherslu á að svo margt annað liggur að baki og margt annað sem þyrfti að koma fram.

Anna Þorsteinsdóttir heiti ég og er Bsc íþróttafræðingur og með master í heilsuþjálfun og kennslu. Ég held úti heimasíðu og fræðslu snap-chat reikningi undir nafninu Engar Öfgar. Ég er starfandi íþróttakennari en hef yfir 6 ára reynslu sem þjálfari og vinn einnig sem kennari í líkamsrækt, fyrirlesari og ráðgjafi.

Síðustu mánuði hef ég fengið á borð til mín tölvupóstsendingar, fyrirspurnir og fengið til mín börn og foreldra í ráðgjöf sem öll eru að leita aðstoðar vegna sama vandamálsins. Þetta tiltekna vandamál er mjög viðkæmt, falið í samfélaginu og erfitt að takast á við þar sem það snertir börn og ungt fólk. Þessir foreldrar leituðu allir til mín áhyggjufullir og ráðþrota fyrir hönd barna sinna í von að ég gæti mögulega aðstoðað.

Á stuttu tímabili fékk ég til mín fjórar ungar efnilegar íþróttastelpur og fann ég mig í kjölfarið knúna til þess að opna mig um þetta málefni. Allar stúlkurnar komu til mín í ráðgjöf eftir að foreldrar þeirra höfðu haft samband við mig vegna ráðaleysis. Þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að vera íþróttamenn, á aldrinum 12-16 ára gamlar, komnar í afrekshópa í sinni íþróttagrein, æfa í að lágmarki tvær klukkustundir fjórum sinnum í viku og borða í mesta lagi 1200 hitaeiningar á dag. Einnig áttu þær það allar sameiginlegt að hugsa mjög mikið um það sem þær borða, borða aldrei nammi eða önnur sætindi, hafa ekki haft blæðingar í lengri tíma, hættulega léttar miða við hæð og finna fyrir miklum þrýsting frá umhverfinu að vera grannar. Eftir að hafa rætt við stúlkurnar komst ég að því að það voru mörg atriði sem þær áttu annað sameiginlegt hvað varðar undirliggjandi hvatningu þeirra til þess að viðhalda slíkum venjum. Allar voru þær með aðgang að Snapchat, Facebook, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum. Þá miðla nota þær sem vettvang til þess að fylgjast með fólki sem stundar líkamsrækt og aðra hreyfingu af kappi, fylgjast með og nota ráð sem gefin eru varðandi það hvernig á að grennast, koma í veg fyrir þyngdaraukningu með „réttu mataræði” og þannig vera heilbrigðari.

Skyndilega opnaðist fyrir mér allt annar heimur, allt annar hugsungarháttur og allt annar raunveruleiki. Í spretthlaups keppni fullorða fólksins í áttina að „heilbrigðara lífi” sem grennri einstaklingar þar sem markaðssetning skyndilausna og öfgafullra aðferða ráða ríkjum…… gleymdust börnin. Börnin sem heyra þetta allt líka og taka hlutina mun bókstaflegar en við sem eldri eru vegna skorts á hæfni til þess að skilgreina á milli heilbrigðra aðferða og óheilbrigðra. Margir fullorðnir eiga erfitt með að skilgreina á milli of öfgafullra aðferða til þess að léttast og lifa hinum gullna heilbrigða lífsstíls, hvernig er þá hægt að ætlast til þess að börnin geti gert það.

Þessar flottu íþróttastúlkur sögðu mér frá nokkrum ráðum sem þær höfðu heyrt af Snapchat frá heilsu-snöppurum sem þær sögðust styðjast við dags daglega og höfðu enga ástæðu til þess að efast um. Sem dæmi má nefna, ekki borða fyrir æfingar því að annars brennir líkaminn ekki fitu á æfingunni, ekki gera hliðar kviðæfingar eða jafnvægisæfingar því að þá verður mittið breiðara, ekki borða pasta því það er svo óhollt, ekki borða nammi, snakk, popp, kökur eða annað nema einu sinni í viku á nammidögum (allar stúlkurnar staðfestu að borða aldrei nammi), ekki borða brauð því það er svo óhollt, ekki borða sósur með mat því það eru svo margar hitaeiningar í þeim, ekki borða venjulegar karteflur, próteinshake/hámar/hleðsla og banani er nóg fyrir æfingu, verður að fá prótein strax eftir æfingu, ekki borða meira en 1-2 ávexti á dag, ekki borða ávexti og svona mætti lengi telja upp þær ráðleggingar sem þær fylgdu eftir að hafa heyrt talað um þetta á Snapchat. Eru þetta ráð sem þær töldu upp sjálfar og fylgdu eftir með svo mikilli samviskusemi að ef um hefði verið að ræða heilbrigðari markmið að þá hefðu allir foreldrar verið stoltir af þrautseigju þeirra. Vissulega er þetta misskilningur þeirra þar sem markmið íþrótta eru ekki útlitsleg heldur afköst. En hvernig er hægt að ætlast til þess að börnin átti sig á því að það er stór munur á íþróttaiðkun og heilsurækt. Án fræðslu, hvernig eiga börnin að vita að vita að það er himin og haf þar á milli í ljósi þess að flest ungmenni horfa uppá mæður, feður, systkyni, frænkur og frændur í hinu sífelda kapphlaupi í átt að grennri og stæltari líkama.

Mig langar að minnast hér á þá staðreynd að vissulega er það á ábyrgð foreldra að fylgjast með því sem börnin eru að gera á samfélagsmiðlum og auðvitað er ábyrðgin ekki eingöngu á herðum samfélagsmiðla, fjölmiðla og snappara. En við getum þrátt fyrir það ekki skotist undan þeirri staðreynd að það eru ekki aðeins foreldrar sem sjá um uppeldi barnanna. Uppeldi og áhrif koma frá samfélaginu í heild sinni, skólinn, vinirnir, kennarar, íþróttaþjálfarar og allir þeir sem í lífi barnanna eru. Verða því allir að líta í eigin barm og átta sig á því að þetta er vaxandi alvarlegt vandamál sem snertir alla á einhvern hátt. Glæsilegt íþróttafólk sem ætti að borða mat með það markmið að hámarka árangur er heltekið af því að falla inn í staðalímyndir líkamsræktanna um fallegann líkama. Sléttur kviður, stórann rass og grannvaxinn líkami eins og fyrirmyndir þeirra á samfélagsmiðlum. Börn úr íþróttum sem bera sig saman við líkamsræktar fyrirmyndirnar sínar sem eru að reyna að leiðbeina fullorðnu fólki sem hafa það markmið að grennast eða bæta heilsu sína. Ráðleggingar sem má nú þegar draga í efa um það hvort að séu yfir höfuð heilbrigðar aðferðir. Íþróttastelpur og strákar sem hafa nú þær ranghugmyndir að til þess að ná árangri í sinni íþrótt þurfa þau að borða hinar gullnu 1500 kcal á dag, vera grönn, með línur milli vöðva og lága fituprósentu.

Með þessum skrifum langar mig vekja foreldra til umhugsunar og vera virkir þáttakendur í íþróttaiðkun barna sinna. Vera opin fyrir umræðum um líkamsímynd, mataræði og annarra umræða sem fara fram á æfingum og á samfélagsmiðlum. Margar þær ranghugmyndir sem minnst var á hér að ofan er hægt að koma í veg fyrir með opnum samskiptum. Einnig langar mig að biðla til fyrirtækja, einstaklinga sem eru opinberir á samfélagsmiðlum og annarra sem um ræðir að hafa þetta bakvið eyrun. Að minni eyru og augu, sjá og heyra allt sem þið gerið og gætuð þið haft varanleg neikvæð og/eða jákvæð áhrif á líf þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsta tapið á heimavelli í tvö ár

Fyrsta tapið á heimavelli í tvö ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn