fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

„Afhverju á ég ekki nýjustu fötin, flottustu húsgögnin og allar merkjavörurnar?“ – Gabríela Líf spáir í glansmyndina

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 7. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tók smá umræðu inn á snapchat í síðustu viku um þessa svokölluðu „glansmynd“ sem svo margir tala um. Þetta fyrirbæri er ekki eingöngu hjá snöppurum og bloggurum heldur er þetta til hjá öllum. Þessi svokallaða glansmynd eins og ég skil hana er þegar fólk sýnir bara það besta úr lífinu á samfélagsmiðlum og setur því þannig upp glansmynd eins og allt sé fullkomið.

Gabríela Líf og fjölskylda

Glansmyndin inniheldur meðal annars fullkomið heimili, fallegustu og nýjustu fötin, allar merkjavörurnar, hrein og prúð börn, flottustu myndirnar o.s.frv. Ég persónulega er ekkert alltof hrifin af þessari glansmynd því ég eins og margir aðrir hef ég dottið í að halda að lífið sé svo ótrúlega fullkomið hjá öðrum og farið að miða mitt líf við viðkomandi og verða afbrýðisöm. Afhverju á ég ekki nýjustu fötin, flottustu húsgögnin og allar merkjavörurnar? Afhverju er barnið mitt ekki alltaf í fínum, hreinum fötum og grætur aldrei heldur stillir sér bara fullkomlega upp fyrir myndatökur? Afhverju er heimilið mitt ekki alltaf hreint og skipulagt? Og svona mætti lengi telja…

Það vilja allir sýna sínar bestu hliðar og það er fullkomlega eðlilegt, ég geri það líka. Ef ég næ góðri mynd af Hlyni Loga þar sem hann er í ótrúlega flottum fötum eða ég næ góðri mynd af sjálfri mér í nýju dressi eða heimilið er hreint og flott eða ég fer á æfingu 5x þessa vikuna – þá vil ég að sjálfsögðu sýna það og það er ekkert að því. Það sem mér hinsvegar finnst vanta er að sýna hinar hliðarnar líka!

Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt sem foreldri og að sýna öðrum foreldrum að lífið með barn er ekkert fullkomið. Suma daga þá grætur hann endalaust, sefur ekkert og hreint út sagt ómögulegur. Stundum er hann yndislegur í klukkustund en svo á einni sekúndu er hann orðinn brjálaður – og við höfum ekki hugmynd um af hverju. Suma daga nenni ég alls ekki að stíga upp úr sófanum, hvað þá að þrífa heimilið eða klæða mig úr náttfötunum og setja upp andlit. Suma daga er allt hreint, ég fín og máluð og ég næ að erindast allan daginn.

Mér finnst að við sem foreldrar eigum að sýna öðrum foreldrum samstöðu, sýna fleiri hliðar en bara þessar fallegu og sýna öðrum að þau eru ekki ein að ganga í gengum þetta. Því við höldum oft að við séum bara ein, það skilji enginn hvað við göngum í gegnum og að þetta sé alls ekki svona hjá neinum öðrum.

Það sem ég hef komist að er að það eru svo margir að ganga í gegnum það sama og þú og bara að vita að það er einhver þarna úti sem þekkir það sem þú ert að ganga í gegnum getur hjálpað svo ótrúlega mikið.

Mér finnst sjálfri rosalega þreytandi þegar ég reyni að vera fullkomin með fullkomið heimili og fullkomið barn. Það tekur á að setja upp grímu og láta sem allt sé frábært og að allt gangi vel. Suma daga gengur allt upp en aðra gengur ekkert upp.

Það er eðlilegt, þannig er lífið.

Vonandi vekur þetta einhvern til umhugsunar, þangað til næst…
Gabriela Líf

Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er Instagramið mitt HÉR
Snapchat: gabrielalif90

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“