fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Lára Björg hefur ekki tíma til að bíða þæg í 500 ár eftir kynjajafnrétti – „Ég sprakk“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um dag­inn sló ég gamlar launa­tölur inn í verð­lags­reikni­vél og url­að­ist yfir nið­ur­stöð­un­um. Ástæð­an? Jú, þar fékk ég nefni­lega eft­ir­far­andi stað­fest: Ég var með alveg jafn glötuð laun í öll þessi ár og mig minnti. Skyndi­lega bloss­aði upp ein­hvers konar reiði­kergja sem ég hef burð­ast með í rúm fimmtán ár og ég sprakk.“

Samsett mynd

Með þessum orðum hefst kraftmikill pistill Láru Bjargar Björnsdóttur, sem birtist á Kjarnanum í dag.

Í honum gerir hún að umfjöllunarefni kynbundið misrétti í ýmsum myndum sem konur hafa upplifað síðustu árþúsundin.

Um launamisréttið segir hún meðal annars

„Og rús­ínan í rembu­end­anum var síðan það að gaur­inn á næsta borði, gjarnan með styttri starfs­aldur og minni menntun en ég, var með hærri laun. Mhm. Þessi „gaur” var þarna á hverjum ein­asta vinnu­stað þar sem ég vann næstu árin. Og jú, jú, ég „þorði” svo sann­ar­lega að láta í mér heyra. Ég krafð­ist ítrekað hærri launa í launa­við­töl­um. Var full­kom­lega óhrædd að biðja um hærri laun hvenær sem mér fannst ég eiga það skil­ið. Og þegar ég fékk þau ekki þá sagði ég upp og fór ann­að. En ég er samt ennþá reið.“

Lára Björg er hætt að nenna að afsaka það lengur að þykjast hafa verið sátt við „tæki­færi” sem hún fékk í „eft­ir­sókn­ar­verðum bransa” og bendir á að hlutirnir lagist nefnilega ekki af sjálfu sér, með tímanum.

„Því gott fólk, það tekur ekki bara nokkur miss­eri heldur margar aldir að vinda ofan af 2000 ára gömlu feðra­veld­is­rugli. Ég meina, það er ennþá verið að kalla ákveðin störf „kvenna­störf” í umræð­unni í dag.“

Lára ætlar að leyfa sér að vera reið og finnst reiðin vera elegant og frábært fyrirbæri.

„Fyrir kul­víst og úrvinda fólk eins og mig þá er hún eins og inn­vortis hita­poki og kókaín í nös.“

Hún heldur áfram og bendir á þá staðreynd að reiði kvenna er ekki neitt sérstaklega viðurkennt fyrirbæri í samfélaginu. Konum er sagt að róa sig og vera nú ekki háværar og fyrirferðarmiklar. Annað hljóð kveður við þegar kemur að körlum. Þeirra reiði er upphafin og vekur oft aðdáun.

„Ég veit ekki betur en karlar séu búnir að vera reiðir síð­ustu tíu þús­und árin. Frá því þeir skriðu út úr hell­inum og börðu hver annan með lurkum og stört­uðu hverri ein­ustu styrj­öld sem herjað hefur á jarð­ar­kringl­unni okk­ar, hafa þeir verið í alveg brjál­uðu skapi. Band­vit­lausir og reið­ir. En það heitir auð­vitað eitt­hvað ann­að: Lífs­bar­átta, grjót­harka, að vera meist­arar upp til hópa og fleira aðdá­un­ar­vert.“

Í lok pistilsins víkur Lára að nýlegri herferð UN Women sem kynnt var undir slagorðinu „Fokk ofbeldi“ – sem fór fyrir brjóstið á sumum.

„Ég hef heyrt fleiri en einn og fleiri en tvo karla segja: „Var ekki hægt að nota eitt­hvert annað orð en fokk?” Þetta er svo reiði­legt og dóna­legt. Uh…­fokk nei! Ætli þeim myndi líða betur með slógan­ið: „Að­eins minna ofbeldi takk” eða „hæ, væruði til í að hætta að beita okkur ofbeldi ef það hent­ar?” Hefur það mögu­lega hvarflað að ein­hverjum að við séum bara komnar á fokk­ans enda­stöð­ina með þetta og að ekk­ert annað en „fokk” dugi til? Hætt­iði frekar að lemja okkur og/eða byrjið á að hvetja kyn­bræður ykkar til að hætta að lemja okkur ef her­ferð­irnar okkar gegn ofbeldi fara svona fyrir þan­inn brjóst­kass­ann á ykk­ur.“

Lára Björg er reið og hún ætlar að halda því áfram þangað til hlutirnir breytast í samfélaginu – hún hefur ekki tíma til að sitja þæg og bíða næstu 500 árin eftir breytingum!

#teamreiði

Hér má lesa pistil Láru Bjargar í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.