Vanessa Place er rithöfundur, listamaður og verjandi sakborninga, sem býr og vinnur um þessar mundir í Los Angeles. Hún skrifaði bókina The Guilt Project: Rape, Morality, and Law árið 2010 þar sem hún skoðar og gagnrýnir löggæslukerfið í Bandaríkjunum í kringum kynferðisglæpi, ásamt því að leggja til að við víkkum skilning okkar á „nauðgunarmenningu.“
„Menning okkar er nauðgunarmenning. Menning okkar er kynþáttahatursmenning. Ég veit ekki hvort að Bandaríkin, sem dæmi, gætu verið til án kynþáttafordóma,“
sagði Vanessa við Art Forum. Hún les upp „nauðgunarbrandara“ í myndbandi sem er satt að segja sláandi. Ég ætla ekki að segja meira og leyfa ykkur að upplifa það sjálf, horfið á það hér fyrir neðan.