fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Þóra vill breyta staðalímyndum og brjóta niður veggi – „Ég er engin ofurmamma … bara alls ekki“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Sigurðardóttir er fyrrum umsjónarmaður Stundarinnar okkar, rithöfundur, blaðamaður, útvarps- og sjónvarpskona. Hún hefur jafnframt rekið fjölmarga veitingastaði, búið um allan heim og er bara frekar hress. Þóra á að eigin sögn tvö framúrskarandi börn og hefur ódrepandi áhuga á öllu því sem viðkemur börnum og uppeldi þeirra.

 

„Upphaflega átti Foreldrahandbókin bara að vera lítið hefti þar sem ég gæti deilt þeim mikla fróðleik sem mér fannst mér hafa áskotnast. Ég sjálf veit ekki neitt og komst fljótlega að því eftir að ég eignaðst barn. Ég hélt að þetta yrði mér í blóð borið en því var svo fjarri. Ég hringdi manna á milli og spurði ráða og alltaf til skiptis svo enginn fattaði hvað ég var í miklu fáti.“

Ráðin skrifaði Þóra samviskusamlega niður og þegar tók að hægjast um og hún fór að finna sig betur í móðurhlutverkinu fékk hún hugmynd.

„Ég áttaði mig á því að ég bjó orðið yfir gríðarlegu magni upplýsinga sem mig langaði að deila. Fyrst átti þetta að verða hefti eða bæklingur sem ég ætlaði að dreifa á heilsugæslustöðvum en úr varð 300 blaðsíðna bók og samnefnd vefsíða.“

Kona sem gefur út bók um foreldrahlutverkið hlýtur nú samt að vera ansi góð í því tiltekna hlutverki.

„Ég er engin ofurmamma … bara alls ekki. Ég myndi frekar segja að ég hafi brennandi áhuga á því hvernig við reynum að finna okkur í þessu hlutverki og hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar. Að því sögðu þá hef ég mikla ástríðu fyrir því að breyta ákveðnum staðalímyndum, brjóta niður veggi, auka fræðslu og þekkingu og gera það sem ég mögulega get til að létta undir með fólki því það er bara alveg heilmikið mál að verða foreldri.“

Foreldrahandbókin kom upphaflega út árið 2010 og fékk frábærar viðtökur. Hún er búin að vera uppseld í yfir fjögur ár og Þóra alltaf á leiðinni að bæta við hana. Loksins skapaðist svigrúmið og Þóra ákvað að gefa bókina út sjálf og safnar nú fyrir prentkostnaði með hópfjármögnun á Karolina fund.

„Bókin er svo stór hluti af mér að mig langaði ekki að afsala mér forræði yfir henni til útgefanda. En það kostar sjúklega mikið að prenta svona bók – sérstaklega þar sem hún er 400 blaðsíður að lengd þannig að þetta er hluti af þeirri fjáröflun. Ég lít á þetta sem win-win fyrir báða aðila. Ég get með þessum hætti boðið bókina á miklu lægra verði en tíðkast út úr verslun. Við erum að bjóða hana á 4.800 meðan á söfnunni stendur en henni lýkur á sunnudaginn. Bókin verður svo seld á 8.900 þannig að það munar rosalega miklu að kaupa hana í forsölunni og ég vona að fólk geti nýtt sér það.“

Nýja útgáfan af Foreldrahandbókinni er uppfærð eftir því sem við á og búið er að bæta við hana 100 blaðsíðum. Einnig koma fleiri sérfræðingar og pistlahöfundar við sögu.

„Ég mun leggja sérstaka áherslu í þessari útgáfu að fjalla um líkamann eftir fæðingu því mér finnst enn svo margt ósagt þar. Eins förum við mun betur í foreldrahlutverkið sjálft, reynsluheim foreldra, leggjum mun meiri áherslu á feðurna og reynsluheim þeirra og foreldrajafnrétti almennt. Það eru svo spennandi tímar framundan og það eru svo miklar breytingar í gangi. Með upplýstri umræðu og með því að deila reynslu getum við hjálpað hvert örðu með svo ómetanlegum hætti og það er svo dýrmætt.“

 

Smelltu hér til að styrkja útgáfu Foreldrahandbókarinnar og tryggja þér eintak á lægra verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Ekki gerst í heil 18 ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein