fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Tyra Banks afnemur aldurstakmark þátttakenda í America’s Next Top Model

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

America‘s Next Top Model er að stokka upp í hlutunum og breyta sniði þáttanna, aftur! Þættirnir hófu göngu sína árið 2003 og komu út 22 þáttaraðir á tólf ára skeiði. Tyra Banks var kynnir þáttanna í þeim öllum, en Rita Ora tók við keflinu sem kynnir í 23. seríu. Tyra Banks var samt sem áður á bak við myndavélina sem framleiðandi þáttanna og mætti í stutta stund til að hjálpa dómnefndinni að velja sigurvegara í lokaþættinum. Sú þáttaröð var með öðruvísi sniði heldur en þær fyrri og glænýrri dómnefnd.

Dómnefndin í síðustu þáttaröð.

Hins vegar mun Rita Ora ekki halda áfram heldur mun Tyra Banks snúa aftur sem kynnir, mörgum til mikillar gleði. Þó Rita Ora hafi staðið sig eins og meistari þá er Tyra Banks að sjálfsögðu gyðjan og goðsögnin á bak við þættina.

Það er búið að gera eina stóra breytingu á þáttunum fyrir næstu seríu, en Tyra Banks hefur afnumið aldurshámarkið sem var áður 27 ár. Tyra tilkynnti í myndbandi á Instagram að hún er formlega búin að fella úr gildi þá reglu að keppendur þurfi að vera á aldursbilinu 18-27 ára. Nú þurfa einstaklingar aðeins að vera eldri en átján ára, en það er ekkert hámark á aldri keppenda.

Þú veist, ég hef staðið fyrir fjölbreyttri fegurð… Það hafa verið 23 seríur af ANTM og hverja einustu þáttaröð segjum við að þú þarft að vera 27 ára eða yngri. Veistu hvað ég er alltaf að heyra? „Tyra, kommon. Af hverju að vera með aldurshámark?“

segir Tyra í myndbandinu.

Þannig veistu hvað? Ég ætla að fjarlæga aldurshámarkið. Viltu sækja um í America‘s Next Top Model? Mér er alveg sama hvað þú ert gömul, elskan, þú þarft bara að kunna að „smize“ og vera opin fyrir því að læra að ganga niður tískupallinn eins og súpermódel.

https://www.instagram.com/p/BSWjeFvFYaW/

Þannig það má mögulega búast við fjölbreyttustu þáttaröðinni hingað til, við bíðum spenntar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Þessi ísskápsmistök gera margir

Þessi ísskápsmistök gera margir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.