fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Kara Kristel fyrrum samfélagsmiðlastjarna: „Mér finnst óþægilegt að vera fyrirmynd ókunnugs fólks“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Verður maður ekki að kveðja með þessum hætti? Það er löngu vitað að ég dró mig í hlé frá þessum blogg- og samfélagsmiðlaheimi. Og veit ég skulda útskýringu…“

Svona hefst Facebook færsla Köru Kristel Ágústsdóttur um af hverju hún hefur minnkað samfélagsmiðlanærveru sína nánast alveg og hvað er framundan hjá henni.

Kara segir að blogg- og samfélagsmiðlaheimurinn hafi verið ótrúlega spennandi til að byrja með. Þegar Kara byrjaði að blogga og vera virk á Snapchat, var það allt mjög saklaust. Hún segir að hún hafi haft allan tímann í heiminum, enda í fæðingarorlofi. Fljótlega fór allt upp á við og hún kynntist fullt af frábæru fólki, fór í samstarf við ýmis fyrirtæki og um tímabil var allt æðislegt.

„Ég var viss um að ég væri með fleiri klukkustundir í sólarhringnum heldur en allir, að vera í svona stóru samfélagsmiðlabatteríi, í fullum skóla og fullri vinnu, ein með barn, er meira en að segja það,“

segir Kara.

Allt þetta gekk vel þangað til líkaminn hennar sagði stopp. Eftir að hafa sett allt of mikla pressu á sjálfa sig og keyrt sig út í langan tíma, ákvað hún að hlusta á líkamann og minnka pressuna og álagið hægt og rólega.

Um leið og hún minnkaði við sig verkefnin fann hún þvílíkan létti. „Ég eignaðist lífið mitt aftur og er ekkert smá heppin að endurheimta vináttu sem ég hafði vanrækt allt of lengi, vegna þess að ég var með áherslur á vitlausum stöðum.“

Kara segist vera ótrúlega þakklát fyrir þennan tíma og allt sem hún hefur lært. Hún hefur eytt blogginu sínu og segir það létti. Nú leggur hún áherslu á allt aðra staði heldur en á samfélagsmiðla.

„Mér finnst óþægilegt að vera fyrirmynd ókunnugs fólks og ég vil ekki þurfa að passa hvert einasta skref vegna pressu sem ég set á sjálfa mig.“

Kara ætlar þó ekki að eyða Snapchat aðganginum sínum né Instagram síðunni sinni, en hún mun hvorki ritskoða það sem fer inn á þá miðla né setja inn auglýsingar og farðanir.

„Langar að þakka öllum sem hafa verið að fylgjast með mér, öllum fyrirtækjunum sem höfðu trú á mér og öllum sem ég hef kynnst í gegnum þetta ævintýri sem nú er búið. Núna ætla ég bara að njóta lífsins og forgangsraða betur.“

Hægt er að fylgjast með Köru á Snapchat: karaagusts

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.